Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2010, Page 73
73
Pétur knútsson
Lögheimili sannleikans
Ari fróði og sagnfræðin
1
Í þessari grein mun ég beina sjónum að hinum fleygu einkunnarorðum
Ara fróða, „En hvatki es missagt es í frœðum þessum, þá es skylt at hafa þat
heldr es sannara reynisk,“1 og athuga ýmsar áleitnar spurningar sem
kunna að vakna, spurningar sem fyrst komust á dagskrá um miðbik tuttug-
ustu aldar þegar menn tóku að deila um gildi Íslendingasagna sem sagn-
fræðiheimilda. Með ritgerð sinni um Hrafnkötlu frá 1940 lagði Sigurður
Nordal grunn að þeirri skoðun að Íslendingasögurnar væru fyrst og fremst
skáldverk,2 en þessi skilningur náði lengi vel ekki til elstu heimilda um
landnámið. Í útgáfu sinni á Íslendingabók og Landnámabók frá 1968 gerir
Jakob Benediktsson ráð fyrir því að heimildir Ara séu traustar og nálgun
hans til fyrirmyndar, tilvitnunin hér að ofan sé „ekki innantóm formúla“:
Hliðstæður við þessi orð eru algengar í sagnfræðiritum miðalda,
[…] en Ara hafa þau verið fullkomið alvörumál, annars hefði
hann ekki gert sér svo mjög far um að tilgreina heimildarmenn
sína, jafnvel með tiltölulega lítt merka hluti. Ari hefur hér að
vísu stuðzt við erlendar fyrirmyndir á ytra borði en notfært sér
þær á sinn hátt, gefið þeim inntak sem kom heim við skoðanir
sjálfs hans og tilgang.3
Í grein sinni „Frá landnámstíma til nútíma“ frá 1988 tekur Sveinbjörn
Rafnsson annan pól í hæðina.4 Látum okkur í léttu rúmi liggja að hin
1 Íslendingabók og Landnámabók, Jakob Benediktsson gaf út, Íslenzk fornrit I, Reykja-
vík: Hið íslenzka fornritafélag, 1968, bls. 3.
2 Sigurður Nordal, Hrafnkatla, Reykjavík: Ísafoldarprentsmiðja, 1940.
3 Íslendingabók, bls. xxvii
4 Sveinbjörn Rafnsson, „Frá landnámstíma til nútíma“, Skírnir 161, 1988 (haust),
bls. 317–329.
Ritið 3/2010, bls. 73–93