Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2010, Síða 74
74
bókmenntalega nálgun sé Sveinbirni hvergi að skapi, honum finnist hún
troða sagnfræði um tær í viðleitni sinni til að hefja til vegs og virðingar
skáldskapar- og listagildi sagnanna og veita þeim „forgang á undan sögu
og sagnfræði og liðnum veruleika“.5 En Sveinbjörn skilgreinir með afger-
andi hætti sagnfræði hinna fyrstu íslensku bókmennta sem „lærðan þvætt-
ing“, telur Íslendingabók meira eða minna skáldaða, setta fram til réttlæt-
ingar landeignarréttar hinna ráðandi stétta, bakhjarla kirkjunnar: „með
lærðu hugarflugi var reynt að teygja sögulegan tíma aftur í tímann, yfir
goðsögulegt upphaf, og telja Landnámabók sögulegt rit“.6
Hér virðist heldur hafa fjarað undan þessari kennisetningu íslenskrar
söguritunar um það er sannara reynist. Annaðhvort er hún orðin dæmi um
einbeittan sögufölsunarvilja, eða Ari hefur verið sérlega auðtrúa og ósjálf-
stæður penni. Hafi þetta verið algengt ritklif í bókmenntum miðaldanna
eins og Jakob og fleiri benda á,7 og Ari eingöngu fylgt rithefð samtím-
ans, gerir þetta málið enn vandræðalegra: var þetta útbreidd sögufölsun?
Um Ara segir Snorri Sturluson að hann hafi verið „sannfróðr at fornum
tíðendum bæði hér ok útan lands, at hann hafði numit at gömlum mönn-
um og vitrum, en var sjálfr námgjarn ok minnigr“.8 Er Snorri þá samsekur
í sögufölsuninni? Hvað um seinni tíma menn? Er Jakob Benediktsson
flæktur í þennan samsærisvef?
Nú er ekki ætlun mín að blanda mér í nýuppvakta umræðu um land-
námið, þótt mér þyki að vísu átakanlegur skortur á efasemdum hjá báðum
deiluaðilum, stuðningsmönnum írskra manna annars vegar og norrænna
manna hins vegar. Þó má ljóst vera að niðurstaða mín gæti orðið þar inn-
legg, því ég hef í hyggju að leita skýringar á þessum frægu orðum sem gæfi
tilefni til að álykta að Ari hafi hvorki verið auðtrúa né óheiðarlegur.
2
Tvennum sögum fer af skilningi okkar á fornri menningarsögu. Að
morgni páskadags í ár, í útvarpsþætti þeirra Páls Skúlasonar og Ævars
Kjartanssonar, Heimur hugmyndanna, vék Páll sem oftar að Aristótelesi og
5 Sama rit, bls. 324.
6 Sama rit, bls. 319.
7 Sjá neðanmáls hjá Jakobi í tilvitnuninni hér að ofan; og sbr. Sverrir Tómasson,
Formálar íslenskra sagnaritara á miðöldum, Reykjavík: Stofnun Árna Magnússonar,
1988, bls. 159–162.
8 Heimskringla I, Bjarni Aðalbjarnarson gaf út, Íslenzk fornrit XXVI, Reykjavík: Hið
íslenzka fornritafélag, 1941, bls. 7.
PétuR knútsson