Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2010, Qupperneq 76
76
hugsanarásir sem Ólafur nefndi: eingöngu í taugaklösum hundraða millj-
óna mannsheila? Hve nærri eða fjarri kjarnasýrunum liggja leiðir þeirra?
Að hve miklu leyti nær Íslensk erfðagreining að halda utan um íslenska
hugsanagreiningu?
Ef til vill var ég of fljótur á mér þegar ég nefndi fjarlægðina milli okkar
og Halldórs Laxness. Hraði tungumálabreytinga kemur sífellt á óvart.
„Hvað ertu gamall?“ spyr Þórunn í Kömbum Ólaf Kárason Ljósvíking,
spurningar sem við teljum okkur skilja til fulls.12 En svarið „Ég er fullra
seytján ára“ er ólíkt okkar tungutaki, og minnir okkur á að hugarheimur
Þórunnar og Ólafs, að minnsta kosti hvað varðar ástamál sautján ára ung-
lings, er ekki sá sami og okkar. Frásögn Halldórs teiknar upp þennan mis-
mun með hárfínum dráttum, en í henni birtast ekki einungis þau rof sem
Halldór skynjaði, heldur verður okkur einnig ljóst að sjálfur heimur Hall-
dórs er ekki lengur okkar. og nú þegar fjarlægðin er komin í fókus, upp-
götvum við að spurning Þórunnar, Hvað ertu gamall?, er einnig fyrnd, og
ættuð úr heimi sem er okkur ókunnur. Tungutakið er það sama og við not-
um nú, en samtalið í heild á sér stað í öðrum hugarheimi.
Eftir því sem við hverfum lengra aftur í tímann verða þessi merkingar-
rof djúpstæðari, þótt oft liggi þau falin í ytra formi tungumálsins. Þegar
við lesum eldri texta lítum við gjarnan framhjá því að þeir hafi þegar verið
þýddir að minnsta kosti til hálfs: stafsetningin og greinarmerkin eru með
nútímablæ, svo ekki sé minnst á prentletrið og uppsetningu textans á slétt-
um, hvítum, tölusettum og tilskornum blaðsíðum eða á tölvuskjám. Allt er
þetta gert af svo mikilli snilld að við skynjum ekki þær breytingar sem
liggja að baki orðanna. En með dálítilli útsjónarsemi og mikilli virðingu
fyrir orðunum sjálfum getum við oft grafist fyrir um hugarheiminn sem
þau búa yfir á hverjum tíma. Niðurstöður okkar verðum við að sjálfsögðu
að túlka með varúð, því eins og fornleifafræðirannsóknir gefa þær okkur ef
til vill skakka mynd; en þar með er ekki sagt að uppgröftur hafi verið
óþarfur.
Fornleifafræði tungumála er að því leyti frábrugðin fornleifafræði stokka
og steina að hún einskorðast ekki við efnislegar leifar. Heimildir um eldri
gerðir tungumála hafa varðveist u.þ.b. eins lengi og Páll Skúlason vill fara
aftur í tímann, en grúsk í fornum handritum er ekki eina viðfangsefni
tungumálafornleifafræði. Lifandi orð í dag bera í sér gjóskulög árþúsunda
12 Halldór Laxness, Heimsljós I, Reykjavík: Vaka-Helgafell, 1987 (1. útg. 1937), bls.
121.
PétuR knútsson