Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2010, Síða 78
78
3
Á þeim níu öldum sem liðið hafa síðan elstu íslensku handritin voru skrif-
uð má því gera ráð fyrir enn frekari breytingum í hugarheiminum. Við
ráðum í texta sem löngu liðið fólk hefur fært á skinn, fólk sem getur ekki
lengur frætt okkur um hvað það vildi eiginlega sagt hafa, fólk sem bjó í
heimi sem er ekki lengur til, undir himni sem hefur síðan skekkst töluvert
og skipt um lit, í peningalausu samfélagi, á vegalausu landi, í blautum skóm.
En sjálft tungumálið glepur okkur sýn, því það virðist svo líkt okkar eigin
máli að okkur sést gjarnan yfir þann mikla merkingarmun sem undir býr.
Ég rakti áðan hvernig kunnugleg spurning Þórunnar í Kömbum,
„Hvað ertu gamall?“, hefur skipt um merkingarblæ á innan við öld, og því
er rétt að gera ráð fyrir verulegum þýðingarvanda milli okkar og Ara. Ég
hef í nýlegri grein bent á að íslenska orðið tunga hafði aðra merkingu fyrir
Fyrsta málfræðinginn, sem var yngri samtímamaður Ara, en það hefur í
dag – ekki einasta vegna þess að orðið hafi breytt um merkingu, heldur
hafi sjálfur raunveruleikinn tekið breytingum. Það sem við köllum tungu-
mál vísar til staðlaðs og stofnanavædds fyrirbæris sem var ekki til á tímum
Fyrsta málfræðingsins, og þessi breyting á merkingu hefur leitt til grund-
vallarmisskilnings hjá að minnsta kosti einum virtum fræðimanni.16 Að
þessu sinni er það lýsingarorðið sannur sem kemur við sögu. Mín tillaga er
að áminningin um það er sannara reynist, sem virðist okkur svo merkilega
nútímaleg og fellur svo vel að akademískri siðfræði á okkar dögum, hafi
haft aðra merkingu fyrir samtímarmenn Ara. Enda virðast enskir þýðend-
ur Íslendingabókar hálffeimnir við sannleikshugtakið á þessum stað: Gwyn
Jones þýðir sannara með more correct17 en Siân Grønlie hefur more accu-
rate.18 Athygli vekur að bæði varðveita þau þó miðstigsmyndina.
Miðstigsmyndin er ef til vill fyrsta vísbendingin um að ekki sé allt með
felldu. Er þetta ekki tvígildishugtak, eins og tollskyldur eða láréttur, ann-
aðhvort-eða? Geta ný sannindi verið sannari en þau gömlu, verða þau
gömlu ekki einfaldlega ósönn fyrir bragðið? Hvers vegna segir Ari ekki skylt
er að hafa þat er satt reynist? Sannleikshugtak okkar nú á dögum virðist vera
16 Pétur Knútsson, „Beowulf and the Icelandic Conquest of England“, Det norrøne og
det nationale, ritstj. Annette Lassen, Reykjavík: Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur,
2008, bls. 263–286.
17 Gwyn Jones, The Norse Atlantic Saga, London: oxford University Press, 1964, bls.
101.
18 Íslendingabók – Kristnisaga, þýð. Siân Grønlie, London: Viking Society for Nort h-
ern Research og University College London, 2006, bls. 3.
PétuR knútsson