Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2010, Síða 79
79
til í að minnsta kosti tveimur útgáfum. Annars vegar er það tvígildishug-
tak, og felur í sér hlutlægt mat á raunveruleikanum: við viljum vita hvort
það er satt eða ósatt að bíllinn hafi farið yfir á rauðu ljósi, að tiltekin inn-
herjaviðskipti hafi átt sér stað, eða að Siggi og Gunna séu par. Hins vegar
er vel hægt að nota orðið sannur sem einkunn, í merkingunni ósvikinn:
þetta er sönn ánægja, og þá getur vel orðið svo að önnur ánægja sé sannari,
eða Gunnar sannari hetja en Skarphéðinn. En þessi tvö merkingarsvið eru
ekki skýrt afmörkuð: staðhæfing getur verið sönn að vissu marki, og orða-
lagið það sem sannara reynist er notað óspart í hugmyndafræðilegri og
pólitískri umræðu í dag. Það er eins og orðið sjálft tengi saman þessi tvö
merkingarsvið og skapi öllu flóknara merkingarumhverfi. Það er hverju orði
sannara er ekki einföld einkunn, heldur felur það í sér mat á hæfi og rétt-
sýni, og ber með sér virðingu fyrir orðunum sjálfum.
Þessi klofningur í merkingarsviði eins og sama orðsins, sem lýkur upp
nýjum og flóknari merkingarheimum, er mjög algengur í þróun tungu-
mála. Hvernig kemur hann til? Ef til vill mætti hugsa sér að önnur merk-
ingin sé upprunaleg, en hin hafi orðið til við myndhvörf. Tökum t.d. orðið
blóð, sem virðist hafa fyrst og fremst eiginlega merkingu, þ.e. rauður lík-
amsvessi hryggdýra, en einnig óeiginlega, og vísar þá til ættar- og persónu-
einkenna: blátt blóð, gæðablóð, að renna blóðið til skyldunnar.19 Svipað má
segja um orðið rót, sem merkir jarðstöngull jurtar, en virðist hafa öðlast
óeiginlega merkingu þegar við veltum fyrir okkur orsakasamhenginu og
tölum um rót vandans. Frummerkingu þessara orða teljum við vísa til efnis-
heimsins, því mannfólkið saug blóðugt kjöt og gróf upp rætur löngu áður
en það fór að hugsa um gang lífsins. oft hefur verið bent á að flest ef ekki
öll þau orð sem lýsa hugarheiminum virðast hafa hlutlægan uppruna sem
vísaði áður til ytri veruleika, svo sem veðurs og vinds og líkamlegrar hreyf-
ingar. owen Barfield tekur dæmi frá Anatole France þar sem setningin
L’âme possède Dieu dans la mesure où elle participe de l’absolu (sálin eignast
Guð að því marki sem hún tekur þátt í hinu algilda) er endurgerð eftir
frummerkingu orðanna: Le souffle est assis sur celui qui brille, au boisseau du
don qu’il reçoit en ce qui est tout délié (andardrátturinn situr á þeim sem skín,
á skeppu gjafarinnar sem hún þiggur af því sem er alveg fráhneppt).20 Sem
dæmi á íslensku mætti benda á hugtök eins og skilningur og greind sem
19 Það sem ég segi hér um blóð hef ég frá owen Barfield.
20 owen Barfield, Poetic Diction, Middletown: Wesleyan University Press, 1973
(1928), bls. 65. Verkið sem Barfield vitnar í er Jardin d’Épicure eftir Anatole
France.
LÖGHEIMILI SANNLEIKANS