Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2010, Side 82
82
horfna samfélag munnmenntar, og gefa vísbendingu um að hlutverk lista
og mennta hafi þar verið allt annað en við þekkjum nú. Aðalhlutverk þeirra
er að endurtaka og staðfesta þær athafnir sem þróast hafa til varðveislu
hinna margvíslegu minnisatriða sem hnýta samfélagið saman. Í samfélagi
munnmenntar hefur kveðskapur og frásagnarlist fyrst og fremst nytjagildi.
Áheyrendur kvæðis eða frásagnar vilja heyra það sem þeir þekkja og vita;
þeir vilja heyra spakmælin í réttri röð og í góðri frásögn, til áréttingar sam-
félagsmyndinni. Þeir vilja heyra þau oft. Völvan spyr: „Vituð ér enn, eða
hvað?“; Þórarinn Eldjárn þýðir: „Viljið þið meira, eða hvað?“ og völvan í
uppsetningu Pálínu Jónsdóttur í Þjóðleikhúsinu heldur leikhúsgestunum
spenntum í von um nýjar uppljóstranir26 – því nútíma áheyrendur vilja
heyra meira og heyra eitthvað nýtt, fyrir þeim er góð list gjarnan nýjung.
Þeir kalla ekki eftir staðfestingu á almennri og skjalfestri visku, enda væri
það tæplega talið list. En völvan í Völuspá meðhöndlar óritaða speki sem
verður að endurtaka oft og reglulega í heyranda hljóði. Nýmæli, ný orð og
ný hugsun stofna varðveisluferlinu í hættu. orð völvunnar merkja: Vitið þið
þetta? Eruð þið að fylgjast með? Er ég að segja rétt frá? Á ég að halda áfram?
Saxi hinn málspaki skrifar á latínu um aldamótin 1200 og lýsir norsku
hetjunni Ericus sem meistara hins talaða orðs.27 En ræður hans sem Saxo
greinir frá eru að mestu samsettar úr málsháttum og hefðbundinni speki.
orðsnilld og sannfæringarkraftur felst í færni í að tala á viðeigandi hátt og
nota þekktar formúlur, og sannleiksgildið fer eftir því. Sagt er um Óðin í
ynglingasögu að „hann talaði svá snjallt ok slétt, at öllum, er á heyrðu,
þótti þat eina satt“.28 Fyrir okkur eru þetta vafasamir eiginleikar sem vekja
hugmyndir um múgsefjun og einræði. Hinn illi töframaður Saruman í
Hringadróttinssögu Tolkiens seiðir áheyrendur sína með fegurð talanda síns
og tælir þá til fylgilags.29 Hin svokallaða töfra- eða valdarödd (e. voice of
power), sem knýr menn nauðuga viljuga til hlýðni, er algengt minni í
ævintýrabókmenntum og kvikmyndum á okkar dögum. Það virðist til-
komið vegna mistúlkunar á fornum sögum, þar sem orðsnilld og fagurmæli
voru aðalsmerki góðs leiðtoga sem kunni að greiða úr flóknum og var-
hvíti maðurinn býr yfir. Sjá Tristes Tropiques, London: Jonathan Cape Ltd., 1973,
30. kafli.
26 Völvan eftir Pálínu Jónsdóttur, í Kassanum, Þjóðleikhúsinu, leikárið 2009–2010.
27 Saxo, Gesta V.II.10.
28 Heimskringla, ynglingasaga, 6. kap., bls. 17.
29 J.R.R. Tolkien, The Lord of the Rings. Part II, The Two Towers, London: George
Allan & Unwin Ltd, 1954, bls. 183–187.
PétuR knútsson