Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2010, Qupperneq 83
83
hugaverðum raunveruleikanum með sönnum og eftirminnilegum hætti.
Enda leika vel kveðin spakmæli létt á tungu manna í Íslendingasögunum,
og eru einatt talin sönn:
Óláfr mælti: […] „Er þat ok satt at sagt er, at úlfar eta annars
ørindi.“30
Konungrinn verðr allglaðr við þetta og mælti: „Sannat hefir
Kjartan orðskviðinn, at hátíðir eru til heilla beztar.“31
„Slíks var þér ván,“ segir Höskuldr, „þú fórt rasandi mjök. Mun
hér sannask þat, sem mælt er, at skamma stund verðr hönd
höggvi fegin.“32
Til þess að finna sannleikshugtakinu stað í þessum heimi endurtekninga
og nýjungafælni verðum við að skilgreina það á annan hátt en okkur er
tamt nú, og færa það í átt að öðrum hugtökum í okkar reynsluheimi, t.d.
sanngirni eða velsæmi. Víða í Íslendingasögunum er orðið sannur eða
afleidd orð torskiljanleg nema þessi merking sé höfð í huga. Í Laxdælu, 54.
kafla, færist Barði undan því að taka þátt í aðför að Bolla með orðunum
„Veit ek, at þér mun ósannligt þykkja, at ek víkjumk undan.“33 Einar
Ólafur sér hér ástæðu til að skýra orðið ósannligt í neðanmálsgrein sem
„óhæfilegt, ótilhlýðilegt“. Í Njálu, 24. kafla, er Hrútur neyddur til að
greiða Gunnari Hámundssyni háar fjárhæðir vegna Unnar frændkonu
Gunnars eftir skilnað þeirra Unnar og Hrúts. Gunnar tekur við fénu með
orðunum „sönn er fjárheimtan“, og á við að fjárkröfur hans á hendur
Hrúts séu réttlátar.34
Að sjálfsögðu er algengt að sannleikshugtakið í sögunum virðist vísa til
hlutlægs raunveruleika. Í Laxdælu, 44. kafla, segir:
Guðrún mælti nú við Bolla, at henni þótti hann eigi hafa sér allt
satt til sagt um útkvámu Kjartans. Bolli kvazk þat sagt hafa, sem
hann vissi þar af sannast.35
30 Laxdæla saga, Einar Ól. Sveinsson gaf út, Íslenzk fornrit V, Reykjavík: Hið íslenzka
fornritafélag, 1934, 23. kap., bls. 64.
31 Sama rit, 4. kap., bls. 122–123.
32 Brennu-Njáls saga, Einar Ól. Sveinsson gaf út, Íslenzk fornrit XII, Reykjavík: Hið
íslenzka fornritafélag, 1954, 99. kap., bls. 253.
33 Laxdæla, bls. 163.
34 Njála, bls. 67.
35 Laxdæla, bls. 134.
LÖGHEIMILI SANNLEIKANS