Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2010, Síða 85
85
kvæðum; en þegar útkljá þarf sakamál eða önnur deiluefni líðandi stundar
verður að leita sáttar með munnlegri, formlegri orðræðu á lögþingum.
Kaflar 138 til 144 í Njálu, sem segja frá málaferlum á Alþingi í kjölfar
brennunnar á Bergþórshvoli, eru að nokkru leyti ýkju- og þjóðsagna-
kenndir, en ætlun sagnaritarans virðist vera sú að varðveita minningu um
málsmeðferð sakamála frá horfnum tíma. Þó að erfitt sé að gera sér grein
fyrir fjarlægð eða nánd söguritarans við atburði sem gerðust að minnsta
kosti 200 árum áður, er ýmislegt í atburðarásinni sem varla er hægt að
útskýra nema sem aðferðir ritmálslauss samfélags til að staðfesta og sanna
liðinn raunveruleika. Ekki er hægt að vísa til þess sem áður hefur verið sagt
fyrir dómi, því það er ekki skráð; í staðinn er gerð sátt um almennan skiln-
ing á liðinni atburðarás eða framburði með því að færa það í orð sem eru
eftirminnileg og því endurtakanleg, og til þess eru fastar formúlur best
fallnar. Sök er ávallt sögð fram í heyranda hljóði „svá at dómendur heyra
um dóm þveran“,37 og ávallt tví- ef ekki þrítekin. Málsækjendur eru
valdir með tilliti til ræðumennskuhæfileika:
Gizurr mælti til þeirra: „Nú hefir Mörðr, mágr minn, tekið við
máli því, er öllum mun torvelligast þykkja – at sækja Flosa.“38
Mörðr var allra manna snjallmæltastur.39
Söguritari skráir vandlega ræðurnar sem orðréttar væru, og þar með allar
formúlurnar í löngu máli. Athygli vekur að þótt ýmsum ráðum sé beitt til
að spara kálfskinn með orðastyttingum og brottfellingarmerkjum eru
endurteknar sakarlýsingar skráðar og endurskráðar í heild sinni: endur-
tekningarnar þóttu kálfanna virði, en þær ná yfir margar blaðsíður í 142.–
144. kafla. Lýsingarvottar taka svo til máls og staðfesta sakarlýsinguna í
löngu máli, en aðaláherslan er ekki á efni sakarlýsingarinnar heldur öllu
heldur á orðaval og orðalag hennar. orðalagið er oft í fullu samræmi við
ákvæði Grágásar: t.d. ítarleg og formúlukennd sakarlýsing Marðar á hend-
ur Flosa, og endursögn lýsingarvotta hans sem fylgir strax á eftir: „Hafði
hann [Mörður] þau orð öll í lýsingu sinni, sem hann hafði í framsögu sakar
sinnar ok vit [þ.e. tveir lýsingarvottar] höfum í vitnisburð okkrum. Höfum
vit nú rétt borit vætti okkart ok verðum báðir á eitt sáttir.“ Því næst endur-
taka þeir sama lýsingarvættið, og söguritarinn gerir vandlega grein fyrir
37 Njála, 144. kap., bls. 397.
38 Njála, 139. kap., bls. 369.
39 Njála, 141. kap., bls. 374.
LÖGHEIMILI SANNLEIKANS