Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2010, Qupperneq 88
88
þeirra og löndum í kring en að hann „vissi ekki hvað af því væri satt, því
hann hefði ekki séð það sjálfur“.47 Í báðum þessum tilfellum getur heim-
ildarmaðurinn ekki staðfest frásögnina vegna þess að hann telur sig ekki
eiga formlegan hlut að málinu, með öðrum orðum hefur hann ekki sjálfur
tekið þátt í þeirri sáttargjörð um sannleikann sem þar átti sér stað. Hér
komum við að lykilþætti sannleikshugtaksins á miðöldum: heimkynnum
þess og varnarþingi.
Ég hef áður ritað um þátt heimkynna í sjálfsvitund manna og þar með
samfélagsins í Laxdæla sögu.48 Hvergi kemur þetta skýrar fram en í orð um
Guðrúnar Ósvífursdóttur þegar hún leitar hefnda fyrir víg Bolla í 177.
kafla:
Guðrún mælti: „Vera kann, að vér fáim ekki jafnmæli af þeim
Laxdœlum, en gjalda skal nú einnhverr afráð, í hverjum dal sem
hann býr.“49
Ekki „hver sem er“ eða „hvað sem hann heitir“ heldur „hvar sem hann á
heima“. Heimilið og átthaginn marka persónueinkenni hvers búandkarls
eða -konu, en í tungumálinu birtast þau sem staðfræðileg bendivísun (place
deixis) sem skilgreinir miðju og sjóndeild þess sem talar, áttirnar heim og
heiman. Einatt er farið heim að hverjum bæ.50 Heimilið er griðarstaður þar
sem hlúa má að réttri skipan tilverunnar, eldinum í hlóðunum og kúnni á
básnum. Í átthaga er hægast að lesa tímann af sólinni og koma skipan á
dagsverkin. En hver átthagi á sér stað í stærri heild, héraði eða landsfjórð-
ungi, og samfélagið í heild hefur sitt alþingi þar sem lög og réttur og sann-
leikur eiga heima.
Rétt háttsemi í þessum umfaðmandi miðjum er að sjálfsögðu það sem
heimilað er, það sem hæft er heima. Ásgrímur Elliða-Grímsson lætur setja
borð og bera á mat fyrir fjandmenn sína, Flosa og lið hans:
47 The Old English Orosius, ritstj. Janet Bately, London og New york: oxford
University Press for the Early English Text Society, 1980, bls. 14: „Fela spella him
sædon þa Beormas ægþer ge of hiera agnum lande ge of þæm landum þe ymb hie
utan wæron, ac he nyste hwæt þæs soþes wæs, forþæm he hit self ne geseah.“
48 Pétur Knútsson, „Beowulf and the Icelandic Conquest of England“.
49 Laxdæla, 59. kap., bls. 177.
50 Pétur Knútsson, „Home, Home in the Dales: The dialogism of topography in
Laxdæla“, The Cultural Reconstruction of Places, ritstj. Ástráður Eysteinsson, Reykja-
vík: University of Iceland Press, 2006, bls. 122–130, hér bls. 126–128.
PétuR knútsson