Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2010, Qupperneq 93
93
helgirit vegna þess að hún leitast við að skrásetja uppruna íslensks samfé-
lags.
Það er að mörgu leyti rétt hjá Sveinbirni Rafnssyni að Ari „teyg[i] sögu-
legan tíma aftur í tímann, yfir goðsögulegt upphaf“.64 En Sveinbjörn
notar orðið goðsögn í þeirri merkingu sem það hefur öðlast í nútímamáli:
lygasaga og bábilja, án alls heimildargildis. Þessi merking er tiltölulega ný:
til samanburðar má geta þess að samkvæmt Oxford English Dictionary var
orðið myth (goðsögn) ekki notað í merkingunni „skáldað eða ímyndað
fyrirbæri“ fyrr en 1849.65 Hugtakið hefur glatað helgi sinni og eftir verður
miskunnarlaus hlutlægni: goðsögn verður að ómerkilegri skröksögu. Við
höfum ekki lengur orð eða hugsun til að lýsa því víðtæka en um leið heil-
steypta sannleikshugtaki sem Ara er tamt, nema við gerum okkur far um
að meðhöndla goðsögnina sem sanna umfram aðrar sögur, því hún geymir
helgi samfélagsins.
ABSTRACT
The Territory of Truth: the Historianship of Ari the Wise
This paper examines the concept of historical truth as it appears in Ari the Wise’s
twelfth-century Book of the Icelanders, in particular in his adage: “If any fault be
found in this account, it must be replaced by whatever proves more true.” How are
we to interpret these words in the light of our modern understanding of the
unhis torical nature of Ari’s work? Using Eric Havelock’s and Walter ong’s
ac counts of oral culture, and owen Barfield’s discussion of the polarity of meaning
in the wake of dualism and the scientific revolution, I propose a reinterpretation
of Ari’s term “true” as a synthesis of the two modes of meaning in the modern
word, apparent in concepts such as “a true story” and “a true hero”. This approach
also entails a spatial relocation of the concept of authority, focusing on the
Icelandic terms heim ‘home’ and heimild ‘authority, sanction’, and finally leads by
way of Walter Benjamin and Jacques Derrida to some remarks on the truth of
translation and the translation of truth.
Keywords: Ari the Wise, truth, authority, home, orality
64 Sveinbjörn Rafnsson, „Frá landnámstíma til nútíma“, bls. 319.
65 Oxford English Dictionary, 2. útgáfa, oxford : Clarendon Press, oxford University
Press, 1989 („myth sb.“, 2. mgr.).
LÖGHEIMILI SANNLEIKANS