Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2010, Side 97
97
smásagan „Dauðinn og áttavitinn“ („La muerte y la brújula“, 1942) eftir
Jorge Luis Borges og skáldsagan Í völundarhúsinu (Dans le labyrinthe, 1959)
eftir Alain Robbe-Grillet. Saga Thors verður greind með hliðsjón af þess-
um verkum og skrifum Ecos um ólíkar gerðir völundarhúsa en megin-
markmiðið er að fjalla um skáldskaparfræði Thors í ljósi hugtakanna veru-
leikasvið og tálsýnir. Eitt af því sem gerir Turnleikhúsið að villugjörnum stað
er að þar inni eru víddirnar fleiri en tvær og fleiri en þrjár og ekki allt sem
sýnist.
Völundarhús
Forsendan fyrir þeim skilningi á skáldsögu Thors sem hér verður haldið á
lofti eru ákveðnir grunnþræðir þess sem nefna má völundarhúsafræði.
Skáldsagan Nafn rósarinnar eftir ítalska fræðimanninn og rithöfundinn
Umberto Eco er vel til þess fallin að ræða um völundarhúsið sem bók-
menntalegt og heimspekilegt fyrirbæri. Sagan gerist árið 1327 í klaustri
nálægt núverandi landamærum Frakklands og Ítalíu. Sögumaður, skrifar-
inn Adso frá Melk, er þar gestkomandi ásamt meistara sínum, Vilhjálmi af
Baskerville. Þeir eru ekki fyrr komnir inn fyrir múra klaustursins en ábót-
inn felur Vilhjálmi að rannsaka dauða ungs manns þar á staðnum en vafi
leikur á hvort viðkomandi hafi svipt sig lífi eða verið myrtur. Næstu daga
hitta fleiri munkar fyrir dauða sinn og bendir ýmislegt til þess að lausn gát-
unnar leynist á bókasafninu á efstu hæðinni í aðalbyggingu klaustursins,
átthyrndum, þriggja hæða turni sem „ól af sér í hverju horni sínu sjöhyrnd-
an turn […] sem séðir að utan komu fyrir eins og þeir væru fimmhyrning-
ar“.8 Það kemur á daginn að bókasafnið er ekki bara flókið völundarhús
heldur háskalegur staður; bókavörður klaustursins, hinn blindi öldungur
Jorge af Burgos, kærir sig ekki um að hver sem er geti hagnýtt sér þekk-
inguna sem þar er varðveitt.
Fáum árum eftir að Eco lauk við skáldsögu sína sendi hann frá sér aðra
bók, Eftirskrift við Nafn rósarinnar (Postille a Il nome della rosa, 1983), þar
sem hann varpar ljósi á ýmsar hugmyndir sem lágu Nafni rósarinnar til
grundvallar. Auk þess að vera spennandi morðgáta fjallar sagan um hugar-
heim miðaldamanna, harðvítugar deilur um túlkun Biblíunnar og tákn-
fræði, en það er vísindagrein sem Eco hefur átt ríkan þátt í að móta. Einn
kafli þessarar eftirskriftar er helgaður völundarhúsinu í sögunni og gildi
8 Umberto Eco, Nafn rósarinnar, þýð. Thor Vilhjálmsson, Reykjavík: Svart á hvítu,
1984, bls. 25.
TÝNDUR Í TURNLEIKHÚSINU