Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2010, Síða 99
99
hryllingur klassíska völundarhússins, eins og því er þarna lýst, felist í því að
maður veit ekki hvenær ófreskjan birtist eða hvað hún tekur til bragðs. Sá
sem kemst á annað borð lifandi af fundi tarfsins getur rakið sig eftir
Ariödnuþræðinum út í dagsbirtuna. Mínótáros hleypir lífi og spennu í
frásögnina; ef hann væri ekki til staðar væri hún einungis lýsing á tíðinda-
litlu ráfi eftir krókóttum gangi.
Eco upplýsir að bókasafnið í Nafni rósarinnar sé reglubundið völundar-
hús enda byggði hann það að hluta til á þekktu samhverfu völundarhúsa-
mynstri sem var um hríð á gólfi dómkirkjunnar í Reims. Hinu flókna
formi bókasafnsins, sem samanstendur af sjöstrendum og ferhyrndum
vistarverum, er ætlað að varðveita leyndardómana sem í bókunum búa,
hryllingurinn sem það vekur felst í tilhugsuninni um að eigra þar um til
eilífðarnóns. „Bókasafnið er mikið völundarhús, tákn um völundarhús
heimsins. Þú ferð inn og þú veizt ekki hvort þú kemst þaðan út,“ segir
gamall munkur, Alinardo frá Grottaferrata, við Vilhjálm og Adso snemma
í Nafni rósarinnar um leið og hann upplýsir hvernig þeir geti komist inn í
hin helgu vé.12 Næstu nótt hætta þeir sér þangað inn í leit að vísbending-
um sem varpað geti ljósi á morðgátuna en ekki líður á löngu þar til þeir
villast. Það er aðeins fyrir tilviljun að þeir finna aftur leiðina út úr safninu
í dagrenningu. „En hvað heimurinn er fallegur og hvað völundarhúsin eru
ljót,“ segir Adso þegar þeir komast aftur út undir bert loft. „En hvað heim-
urinn væri fallegur ef til væri regla til að fara eftir um völundarhúsin,“
svarar Vilhjálmur.13
„Maður þarf á Ariödnuþræði að halda til að týnast ekki,“ skrifar Eco um
reglubundna völundarhúsið í eftirskrift sinni og lýsir því sem líkani af
hinni vísindalegu aðferð þar sem endurteknar tilraunir og prófanir leiða
fræðimanninn að langþráðri lausn.14 Vilhjálmur kemst að sömu niður-
stöðu daginn eftir raunir þeirra Adsos, þegar hann segir að til að rata um
bókasafnið þurfi „að hafa elskulega Ariödnu sem bíður þín við dyrnar og
heldur í endann á þráðarspotta“.15 En það er vandfundinn þráður sem er
nægjanlega langur til að gagnast þeim í bókasafninu. Því grípur Vilhjálmur
til stærðfræðikunnáttu sinnar og raðar sjöstrendu og ferhyrndu herbergj-
unum inn á teikningu af turninum. Þau reynast vera fimmtíu og sex talsins,
þar af fjögur sjöstrend. Svo leggur hann til að þeir Adso heimsæki bóka-
12 Umberto Eco, Nafn rósarinnar, bls. 149–150.
13 Sama rit, bls. 168.
14 Umberto Eco, Postscript to The Name of the Rose, bls. 57.
15 Umberto Eco, Nafn rósarinnar, bls. 202.
TÝNDUR Í TURNLEIKHÚSINU