Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2010, Qupperneq 103
103
segir af rannsóknarlögreglumanninum Erik Lönnrot sem rannsakar þrjú
morð sem framin eru með mánaðar millibili á mismunandi stöðum í
ónefndri borg. Fyrsta fórnarlambið er pólskur rabbíi en líkt og fram kemur
í blaðaviðtali við Lönnrot sannfærist hann fljótt um að skýringu á þessu
morði sé að finna í hebresku fræðiriti, Sögu trúflokks Hasída, sem fjallar um
hið leynda nafn guðs. Áritanir og tíglaform sem finnast á hinum morð-
stöðunum virðast staðfesta þetta. Síðar áttar Lönnrot sig á að morðstað-
irnir þrír mynda jafnarma þríhyrning á borgarkortinu. Í þessu ljósi þykist
hann geta sagt til um hvar og hvenær fjórða og síðasta morðið verði fram-
ið – mánuði eftir þriðja morðið og í skrauthýsinu Triste-le-Roy, stað sem
breyti þríhyrningnum í tígul. Það kemur honum hins vegar í opna skjöldu
að fjórða fórnarlambið reynist vera hann sjálfur. Glæpamaður að nafni
Scharlach hefur nýtt sér upplýsingarnar úr blaðaviðtalinu til að lokka
Lönnrot í gildru. „Ég vissi að þú myndir draga þá ályktun að Hasídar
hefðu fórnað rabbíanum. Ég tók mér fyrir hendur að renna stoðum undir
þá ályktun,“24 segir morðinginn rétt áður en hann skýtur lögreglumann-
inn til bana.
Auk þess sem rannsakandinn og viðfangsefnið eru í gagnvirkum
tengslum í „Dauðanum og áttavitanum“, líkt og hjá Eco, ber hugmyndin
um heiminn sem völundarhús eftirminnilega á góma hjá Borges. Í loka-
senu sögunnar útskýrir Scharlach ástæður gjörða sinna fyrir Lönnrot:
Fyrir þremur árum gerðist það í árás á spilavíti við rue de Toulon
að þú tókst bróður minn fastan og komst honum í fangelsi.
Menn mínir smokruðu mér undan úr bardaganum í smábíl. Ég
hafði fengið kúlu frá einum lögregluþjóninum í kviðinn. Í níu
nætur og níu daga lá ég í kvölum mínum hér í þessu ömurlega
samhverfa húsi. Sótthitinn var að ganga frá mér […]. Íri einn
reyndi að snúa mér til trúar á Jesú. Hann hafði yfir aftur og aftur
þessa setningu trúbræðra sinna: Allar leiðir liggja til Rómar. Um
nætur nærðist óráð mitt á þeirri myndhverfingu. Mér fannst
yates og James E. Irby, Middlesex, New york, Victoria, Markham og Auckland:
Penguin Books, 1970, bls. 78. Christine de Lailhacar fjallar um úrvinnslu Ecos á
skrifum Borgesar í greininni „The Mirror and the Encyclopedia. Borgesian Codes
in Umberto Eco’s The Name of the Rose“, Borges and his Successors. The Borgesian
Impact on Literature and the Arts, ritstj. Edna Aizenberg, Columbia og London:
University of Missouri Press, 1990, bls. 155–179.
24 Jorge Luis Borges, „Dauðinn og áttavitinn“, Blekspegillinn, þýð. Sigfús Bjart-
marsson, Reykjavík: Mál og menning, 1990, bls. 106.
TÝNDUR Í TURNLEIKHÚSINU