Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2010, Side 104
104
heimurinn vera eitt völundarhús. Þaðan væri ómögulegt að
flýja, vegna þess að allar leiðir, þó að þær látist liggja í suður eða
norður, þá liggja þær allar til Rómar sem samtímis er ferhyrnt
fangelsið þar sem bróðir minn lá fyrir dauðanum og skrauthýsið
að Triste-le-Roy.25
Enda þótt þessi játning varpi ljósi á það sem á undan er gengið skilja
sögulokin lesandann eftir í töluverðri óvissu. „Mér er kunnugt um grískt
völundarhús sem er ein bein lína. Á leið sinni eftir henni hafa svo margir
heimspekingar villst að ekki væri að undra þó þannig færi fyrir einum
leynilögreglumanni líka,“ segir Lönnrot og biður andstæðing sinn um að
skapa slíkt völundarhús þegar þeir eigist við í næsta lífi. „Næst þegar ég
drep þig,“ svarar Scharlach, „þá lofa ég þér völundarhúsi einnar línu sem
er ósýnileg og óendanleg.“26 Hér er ljóslega verið að lýsa rísómsku völ-
undarhúsi, eins og Eco skilgreinir það í eftirskrift sinni við Nafn rósarinn-
ar: „Það hefur enga miðju, engan jaðar, enga útgönguleið, því hugsanlegt
er að það sé takmarkalaust.“27
Veruleikasvið
Eftir þessa kynnisferð um þrjár tegundir völundarhúsa er tímabært að
kanna byggingu Turnleikhússins. Bláupphaf sögunnar bendir til að það sé
klassískt völundarhús þar sem hávaxni maðurinn er íslenskur Þeseifur,
ljóshærða konan hans Ariadna og Ólafur Davíðsson er í hlutverki Mínos-
tarfsins. Skírskotanir Thors til Þjóðleikhússins gefa að minnsta kosti til
kynna að lesandinn sé að stíga inn á kunnuglegt sögusvið, að frásagnar-
spennan felist fremur í því hvort og hvar hávaxni maðurinn hafi uppi á
Ólafi en því hvort hann rati þarna um ganga. Fyrsti viðkomustaður ferða-
langsins, aðalsalur leikhússins, ýtir undir þessa tilfinningu. Þar sest mað-
urinn niður og reynir að ná áttum: „[Á] þessari stundu fann ég ekki kvíða
né að rekið væri eftir heldur fyrirheit um að eitthvað væri í vændum. Mig
grunaði að eitthvað nýtt biði mín; trúnaður; ævintýr; launhelgar. Ég vissi
25 Sama rit, bls. 107.
26 Sama rit, bls. 108.
27 Umberto Eco, Postscript to The Name of the Rose, bls. 58. Gagnlega greiningu á lýs-
ingum Borgesar á hinu óendanlega völundarhúsi í „Dauðanum og áttavitanum“ er
að finna í grein Roberts C. Carroll, „Borges and Bruno. The Geometry of Infinity
in La muerte y la brújula“, Modern Language Notes 94/1979, bls. 321–342.
JÓN KARL HELGASoN