Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2010, Page 106
106
speglasalnum sjá þeir félagarnir daufa ljóstýru berast í gegnum röð af
dyrum og Adso, sem skammast sín fyrir fyrri viðbrögð, býðst til að kanna
hvað þar sé á ferð. Ljósið stafar frá glóð í reykelsiskeri en við hlið þess er
opin bók með mynd af dreka með tíu höfuð. Skyndilega sér Adso „drekann
margfaldast og skrápflögurnar utan á honum urðu eins og skógur af glitr-
andi flygsum sem losnuðu frá blaðsíðunni og tóku að hvirflast um höfuð
mér“.28 Hann fær aðsvif og fyrir augum hans birtast fleiri kynjamyndir,
meðal annars kona sem er svo nærgöngul að hann finnur andardrátt henn-
ar á andliti sínu. Seinna breytast hendur hans í slímugar froskalappir. Enn
á ný kemur meistarinn lærlingi sínum til hjálpar. Vilhjálmur dregur Adso
rænulausan út úr herberginu, löðrungar hann og útskýrir að í ljóskerinu
brenni töfragrös sem hafi það hlutverk að sannfæra gesti um að djöfulleg
öfl leynist inni á bókasafninu. Með hliðsjón af þessum miðaldahremming-
um mætti gera sér í hugarlund að söguhetja Turnleikhússins hafi verið undir
áhrifum töfragrasareykelsis í þriðja kaflanum og sé jafnvel enn hjá nöktu
konunum sem lýst er í lok annars kafla. Ekkert í texta Thors gefur þó slíkt
beint til kynna, enginn lífsreyndur Sherlock Holmes stígur fram og
útskýrir vélar þessa íslenska völundarhúss.
Í upphafi fjórða kafla er maðurinn óvænt kominn inn í eitt búningsher-
bergi leikhússins og á þar í samræðum við leikkonu sem vill vita hvaðan
hann er að koma og hvernig sé umhorfs utan við dyrnar. Hún sér í anda
suðræna ferðamannaparadís með baðströndum, sólhlífum og börum en
maðurinn þvertekur fyrir að slíkt landslag sé þarna fyrir utan.
Það var bara einn af þessum löngu göngum sem eru allsstaðar
hér. Mér finnst ég alltaf vera að ganga um einhvern nýjan gang.
Það er kannski alltaf sami gangurinn. En ég sjálfur sífellt að
breytast, svo heimurinn verður nýr í kringum mig þessvegna.
En ég kemst ekki út. Samt. Út úr þessu húsi. (18)
Þegar hér er komið sögu er ljóst að leikhúsið í verki Thors er reglubundið
fremur en klassískt völundarhús, spennan felst ekki aðeins í væntanlegum
samfundum söguhetjunnar og Ólafs Davíðssonar heldur einnig og ekki
síður í því hvort sá fyrrnefndi rati út. Athugasemd hans í öðrum kafla um
að hann viti ekki hvort hann sé að skríða lóðrétt eða lárétt er eins og lýsing
á teikningunni „Afstæði“ („Relativity“, 1953) eftir hollenska teiknarann
Maurits Cornelis Escher (mynd 2). Hér er þegar orðið ljóst að sögusvið
28 Umberto Eco, Nafn rósarinnar, bls. 165.
JÓN KARL HELGASoN