Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2010, Qupperneq 108
108
hússins og setur þar af leiðandi lesandann í sömu spor og persónur sögu
sinnar, leitandi að haldgóðum þræði.
Sú samlíking sem hér er dregin milli söguhetju Turnleikhússins og les-
enda sögunnar kallar á nánari útlistun á því hvernig sagan gerist á ólíkum
veruleikasviðum, svo notað sé hugtak úr grein ítalska rithöfundarins Italos
Calvino, „Veruleikasvið í bókmenntum“, („I livelli della realtà in lettera-
tura“, 1978). Calvino leggur þar fram þá skilgreiningu að skáldverk sé rit-
aður texti „þar sem nokkur ólík veruleikasvið komi samtímis við sögu“.29
Til skýringar vitnar hann til leikrits Williams Shakespeare, Draumur á
Jónsmessunótt (A Midsummer Night’s Dream, ca. 1595) en þar blandast að
minnsta kosti þrjú veruleikasvið saman: (1) heimur aðalsfólksins við hirð
Þeseifs og Hippólýtu, (2) heimur álfa á borð við Títaníu og Óberon og (3)
heimur Kvists, Stúts og fleiri handverksmanna. Þegar þeir síðastnefndu
setja á svið í höll Þeseifs leikrit byggt á sögunni um Píramus og Þispu er
um enn annað veruleikasvið að ræða sem er í sjálfu sér eins skýrt aðgreint
frá heimi hallarinnar og leikverk Shakespeares er frá veruleika leikhúsgest-
anna úti í sal.
Í Turnleikhúsinu er markvisst unnið með ólík veruleikasvið. Í öðrum
kaflanum, þegar hávaxni maðurinn gengur úr áhorfendasalnum, tekur
hann upp blað sem liggur þar frammi. „Á því var mynd af nokkrum nunn-
um við aftanmessu með frómum svip en glöðum“ (11). Í þriðja kaflanum,
þegar maðurinn er komin aftur á breiðan ganginn, er hann sem fyrr segir
staddur á leiksviði því á aðra hönd hefur leiktjöldum verið komið fyrir.
„Hús með ámálaða glugga og dyr. Ámáluð húsasund milli, málaðir skuggar
af fólki. Glaumur þaðan af segulbandi. Blíðufalar konur að glingra við,
málaðar í myndina, hvísl og skrækir hlátrar: skriðuföll af glaumi úr glym-
sala“ (15). Í sjötta kafla situr maðurinn síðan ásamt konu einni í kvik-
myndasal og fylgist með bílaeltingaleik á hvíta tjaldinu: „Annar bíllinn
hentist út af veginum, og hinn á eftir snarhemlandi og þyrlandi sandi sem
rigndi yfir þann fyrri“ (29). Út úr fremri bílnum hleypur kona og æpir að
manni í aftari bílnum hvers vegna hann sé að elta hana. Í þessum þremur
dæmum virðast skilin á milli veruleikasviða – heims mannsins annars vegar
og heims myndar, leikmyndar og kvikmyndar hins vegar – vera ótvíræð. Í
seinni dæmunum tveimur tengjast veruleikasviðin þó nánum böndum.
Hávaxna manninum virðist að allt fólkið sem á leið framhjá leiktjöldunum
29 Italo Calvino, „Levels of Reality in Literature“, The Uses of Literature. Essays, þýð.
Patrick Greagh, San Diego, New york, London: Harcourt Brace Jovanovich,
1987, bls. 101.
JÓN KARL HELGASoN