Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2010, Síða 115
115
ingu á rísómsku völundarhúsi þar sem ranghalar, misstórar dyr og ein-
kennilegar vistarverur eru til þess fallnar að gera persónur og lesendur
ringluð og áttavillt. Við þetta bætist að höfundurinn leikur sér með ólík
veruleikasvið; þau eru líkt og fjórða víddin í Turnleikhúsinu og lúta sínum
eigin órökvísu lögmálum. Hugtakið trompe-l’œil er vel til þess fallið að
varpa ljósi á þá fagurfræði sem Thor leggur þar til grundvallar. Í textanum
skapar hann tálsýnir á tálsýnir ofan en meðal þeirra miðlunarforma sem
hann vísar til eru myndir, leiktjöld, glærur fyrir myndvarpa, sjónvarpsupp-
tökur og kvikmyndir, að ógleymdum „dáleikum hugarins“, en um þá segir
ein persóna sögunnar: „En var þá ekki hugarburðurinn jafn raunverulegur
og annað? Allt sem þú skynjar í vöku og svefni, það sem vaknar og lifir í
hugsun þinni, er það ekki veruleikinn?“ (77).
Nú má velta fyrir sér hvers vegna Thor kýs að senda lesendur sína í
villugjarnt ferðalag um Turnleikhúsið. Hvaða merkingu hefur völundarhús-
ið í sögunni, hvað segir það um mannssálina og tilvistarástandið? Margaret
M. Bolovan glímir við áþekka spurningu í niðurlagi bókar um franskar
völundarhúsabókmenntir og kemst meðal annars að þeirri niðurstöðu að
völundarhús séu í seinni tíð hugsuð af hálfu skáldanna sem myndhverfing
er lýsi þekkingarleitinni; óseðjandi þrá okkar eftir miðju, skipulagi og end-
anlegum sannleika.37 Hún vísar jafnframt til skrifa J. Hillis Miller sem
bendir á að tilraunir gagnrýnenda til að spinna túlkunarþræði sem geti létt
lesendum ferðalagið um ranghala slíkra bókmenntaverka þjóni ekki endi-
lega tilgangi sínum. „Ariödnuþráðurinn býr völundarhúsið til, er völundar-
húsið,“ skrifar Miller. „Það að túlka eða ráða leyndardóma textans eykur
aðeins þéttleika vefsins.“38 Þetta er atriði sem lesanda þessarar greinar er
hollt að hafa í huga. Um leið og reynt hefur verið að draga upp skýra mynd
af sögusviði Turnleikhússins hafa verk þeirra Ecos, Borgesar og Robbe-
Grillets í raun stækkað og flækt þetta sögusvið til muna. og vissulega
mætti lengi halda áfram á sömu braut, til dæmis með því tengja verk Thors
við fagurfræði kvikmyndaleikstjóra á borð við Federico Fellini og Jean-
Luc Godard og skáldsagnahöfunda á borð við John Barth.
37 Margaret M. Bolovan, A Mazing of the Text. The Search for Signification in the
Labyrinth of French Poetics, Frankfurt am Main: Peter Lang, 1999, bls. 145.
38 J. Hillis Miller, „Stevens’ Rock and Criticism as Cure, II“, Contemporary Literary
Criticism. Modernism Through Poststructuralism, ritstj. Robert Con Davis, New
york: Longman, 1986, bls. 420. Sjá ennfremur J. Hillis Miller, Ariadne’s Thread.
Story Lines, New Haven og London: yale University Press, 1992, einkum kaflann
„Figure“ (bls. 223–257) sem geymir athyglisverða greiningu á „Dauðanum og
áttavitanum“ eftir Borges.
TÝNDUR Í TURNLEIKHÚSINU