Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2010, Side 124
124
sjónarmiðum annarra manna og kallar sig umburðarlyndan en gerir sér
ekki grein fyrir því að fjölmörg önnur sjónarhorn og fjölmargir aðrir hags-
munir eru einnig til staðar. Sjónarhorn okkar eru nauðsynlega takmörkuð
út frá veruhætti okkar sem manna.
Þessar aðstæður einskorðast vissulega ekki við mannfólk heldur er sér-
hver vera takmörkuð út frá þeim skorðum sem lífi hennar eru sett.
Munurinn er hins vegar sá að við mannfólkið höfum smíðað okkar eigin
skorður og köllum þær „þekkingu“ og „sannleika“. Í fallegum kafla úr
Zhuangzi sem nefnist „Haustflóð“ (Qiushui 秋水) segir Norðurhafsguðinn
(Beihairuo 北海若) við Fljótameistarann (Hebai 河佰):
Það er gagnslítið að segja brunnfroski frá víðáttu hafsins þar
sem vistarverur hans takmarka hann. Það er gagnslítið að segja
sumar skordýri frá snjó og ís þar sem stutt lífsskeið þess takmark-
ar það. og það er gagnslítið að segja lærdómsmanni frá dao þar
sem siðir hans og fræði takmarka hann.13
Þekking okkar er því sömu takmörkunum sett. Við höfum vissar leiðir til
að ganga úr skugga um þekkingu okkar ef við einskorðum okkur við
mannheim. En víðara sjónarhorn dregur nokkuð úr öryggi hennar. Hér er
stuttur kafli úr samræðu tveggja pælara í Zhuangzi:
Maður sem sefur á rökum stað fær bakverki og nánast lamast,
en gildir hið sama um froskdýr? Ef maður lifir uppi í tré er
hann skelfingu lostinn, en gildir hið sama um apa? Hver þess-
ara þriggja vera veit hver besti íverustaðurinn er? Menn leggja
sér til munns hold dýra sem nærast á grasi og kornmeti, dádýr
éta gras, hundraðfætlur eru sólgnar í snáka og haukar og fálk-
ar sækja í mýs. Hver þessara fjögurra veit hvernig matur á að
bragðast? Apar para sig með öpum, dádýr laðast að dádýrum og
fiskar leika sér við aðra fiska. Menn segja hinar fornu dísir Mao
Qiang og Lafði Li vera fagrar, en ef fiskar kæmu auga á þær
myndu þeir synda til botns, ef fuglar kæmu auga á þær myndu
13 Zhuangzi §17, bls. 42. Í fornritinu Huainanzi, sem sett var saman á annarri öld
f.o.t. en að hluta myndað úr mun eldri ritum, er þetta útfært nánar. Sjá Harold D.
Roth, „Nature and Self-Cultivation in Huainanzi’s 淮南子 ‘original Way’“,
Polishing the Chinese Mirror. Essays in Honor of Henry Rosemont Jr., ritstj. Marthe
Chandler og Ronnie Littlejohn, New york: Global Scholarly Publications, 2008,
bls. 277.
GeIR sIGuRðsson