Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2010, Page 128
128
„Ég hugsa bara um ferli breytinganna,“ sagði Ding. „Langt er
orðið síðan ég skildi við tæknina. Í fyrstu sá ég ekkert nema
nautsskrokka í starfi mínu. Að þremur árum liðnum sá ég aldrei
naut sem heild. Í dag er ég í sambandi við frumorku veraldar-
innar [qi 气] og horfi ekki lengur með augunum. Ég skynja hvar
ég á að láta staðar numið en læt orkuna halda áfram rás sinni.
Ég treysti á formgerð náttúrunnar, sker eftir meginlínunum,
læt helstu op og raufar leiðbeina mér, athafna mig í samræmi
við náttúrulega eðlisgerð. Ég kem aldrei nálægt liðböndum,
sinum, hvað þá beini. Góður slátrari skiptir um hníf einu sinni
á ári, vegna þess að hann heggur með honum. Venjulegur slátr-
ari skiptir um hníf á mánaðarfresti, vegna þess að hann brýtur
með honum. Ég hef átt þennan hníf í nítján ár og hef hlutað
sundur mörg þúsund nautsskrokka en blaðið er eins og það væri
nýbrýnt. Í liðamótunum hérna er bil og hnífsblaðið hefur enga
þykkt. Með því að stinga því sem hefur enga þykkt í bilið er
að sjálfsögðu nægilegt rými til að hreyfa blaðið til og frá. Þess
vegna er blaðið eins og nýbrýnt eftir nítján ár.“19
Ding slátrari hættir að athafna sig sem meðvitað sjálf er beitir lærðri tækni.
Hann yfirvinnur sjálfan sig og athafnar sig í samræmi við náttúrulega sam-
stillingu sína við umhverfið. Með slíkri skynjun er sömuleiðis unnt að sjá
fyrir verðandi rás náttúrunnar og búa sig undir hana. Í kínverskri speki er
almennt lögð mikil áhersla á að gera hlutina „á réttum tíma“, þ.e. þegar
aðstæður eru ákjósanlegar. Þannig þarf að meta gang náttúrunnar og grípa
inn í hana á réttum tíma, ekki ólíkt því að vita hvenær á að hoppa inn í
snúsnú. Allt fer í hnút ef hoppað er of fljótt eða of seint. Sama gildir til að
mynda um gongfu (kungfu), sjálfsvarnarlist sem byggir á daoískum grunni.
Þar skynjar meistarinn hvers kyns tilburði hann á í vændum frá andstæð-
ingi sínum, skynjar de 德 hans, og verður fyrri til.
Þetta nefnist wuwei 无为, sem bókstaflega þýðir „ógjörð“ eða „aðgerða-
leysi“ en vísar til athafna sem fylgja náttúrulegu ferli veruleikans – dao – og
eru því með öllu óþvingaðar. Þeir sem hafa áunnið sér þessa hæfni feta sig
áfram átakalaust og virðast því sjaldan gera nokkurn skapaðan hlut en þó
er ekkert sem þeim tekst ekki að leiða til lykta, eða eins og segir með tvö-
faldri neitun í Daodejing: wuwei er wubuwei 无为而无不为. orðrétt þýðir
19 Zhuangzi §3, bls. 7–8.
GeIR sIGuRðsson