Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2010, Side 129
129
þetta að þótt ekkert sé gert sé samt ekkert óaðgert en vísar í raun til þess að
óþvinguð athöfn sé lykillinn að raunverulegum árangri.20
Vera má að einhverjum kunni að þykja gagnrýni daoista á siðmenn-
inguna einkennast af afturhaldssemi. En fyrir þeim vakir að við glötum
ekki veruhætti okkar sem hluta af náttúrunni, veraldarferlinu í heild sinni.
Þeir leitast við að draga úr þeim hégóma okkar, neysluhyggju og rembingi
sem við látum stýrast af í samfélagslífi okkar og aftra okkur frá því að finna
takt við tilveruna. Í þvinguðum athöfnum okkar finnst okkur kannski um
stundarsakir að okkur takist vel upp, en ekki ólíkt búddistum gefa daoistar
til kynna að með þessum hætti muni líf okkar einkennast af óróleika og
ófullnægju. Við förum því í raun og veru á mis við eiginleg markmið okkar,
sem mætti ef til vill tjá sem lífsfyllingu, því í stað þess að „finna okkur“ í
lífinu höfum við leiðst inn á villigötur ósamstillingar og baráttu við um-
hverfi okkar í hégómlegum eltingaleik við að ná samstillingu við þröng
samfélagsgildin – sem gera lítið annað en að herða enn á eltingaleiknum.
ABSTRACT
Equivalent worlds: On Daoist views of nature
The aggravated state of our natural environment during the last few decades has
called for new modes of thinking and being with regard to our inescapable co-
habitation with nature on earth. The Western, now virtually global, view of nature
as an inexhaustible source for human consumption must be exchanged for more
sustainable notions that may be found in other traditions. This paper introduces
views of nature as found in the seminal classical writings of the ancient Chinese
philosophical school of Daoism, the Daodejing and the Zhuangzi. Presenting a
holistic approach to the human being’s relation to nature, the Daoist authors
argue against the desirability of a narrowly human-centred world and urge us to
accept the validity of other species’ perspectives of what good and flourishing
living entails – to accept a number of equivalent worlds. Harmonious co-existence
with nature will, according to the Daoist thinkers, not only preserve nature and
thus provide human beings with sustainable natural resources for the future, but
will also enable us to lead more satisfying, enjoyable and meaningful lives.
Keywords: Daoism, Daodejing, Zhuangzi, nature, harmony
20 Daodejing §37.
JAFNGILDIR HEIMAR