Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2010, Page 134
134
uppsveiflunnar. Hann var duglegur og klár og lét ekkert trufla sig í sókn
eftir markmiði sínu. Í þriðja lagi er þessi manngerð lofsungin í samfélaginu
enda metur það peninga ofar öðru. Þetta höfum við upplifað á Íslandi. Í
fjórða lagi lætur auðvaldssinninn sér ekki annt um menntun. Þetta er
reyndar ekki alveg nýtt á Íslandi og allir kennarar kunna sögur af hvernig
þarfir peningasjónarmiðsins eru hærra skrifaðar en þarfir menntunarinnar.
Ég man t.d. eftir nemanda mínum sem hljóp út úr miðjum stærðfræðitíma
og þegar ég náði honum frammi á gangi útskýrði hann brotthlaupið með
því að það væri megavika á Domino’s. Fyrst og fremst þurfti að sinna kalli
pitsustaðarins og varla þarf nokkra stærðfræði til þess.
Þetta er lýsingin á uppgangstímanum þegar allt lék í lyndi á Íslandi. Þá
komu nokkrir upprennandi auðmenn fram á sjónarsviðið sem virtust með
einbeitni, eljusemi og heilmiklu peningaviti (frekar en menntun) raka
aurum í vasa sína og vildu verða stórir og stærri. og allt var þetta fallegt
og fólkið dáði þá. En Platon lýsir einmitt þeim eiginleika auðmannsins
að koma vel fyrir vegna þessara eiginleika sinna (554e).
og nú komum við loks að því sem mestu skiptir varðandi samanburðinn
á lýsingu Platons annars vegar og íslenska efnahagsundrinu hins vegar.
Platon segir að þegar auðmennirnir komist til valda komi að því að þeir
auki frjálsræðið. Ástæðan er sú að það kemur sér vel fyrir þá að ungt fólk,
sem veit ekki betur, og annað agalaust fólk hafi tök á að sólunda eigum
sínum og taka lán á háum vöxtum til að eyða enn meiru.
Þetta frjálsræði, sem Platon segir lykilinn að falli kerfisins, virðist einnig
kjarninn í því sem gerðist á Íslandi. Þegar bankarnir voru seldir, fjármála-
kerfið opnað og eftirliti haldið í lágmarki, var auðmönnum fyrst almenni-
lega gert kleift að græða. Fólk fékk að skuldsetja sig stórkostlega, dæmi eru
um 100% lán fyrir húsnæði á yfirverði og að auki 100% lán fyrir breyt-
ingum á húsnæðinu. En hvað sem einstökum dæmum líður er óhætt að
segja að peningum hafi almennt verið haldið að fólki.
Við þessar aðstæður lýsir Platon því að unga fólkinu þyki flott að eyða
og öll íhaldssemi sé vitleysa (560d). Þetta sáum við í góðærinu þar sem
enginn var maður með mönnum nema hann ætti nýja eldhúsinnréttingu
og auðvitað nýjan bíl. Platon talar enn fremur um að engu minni tími fari
í að svala ónauðsynlegum löngunum en nauðsynlegum (561a). Birtist þetta
ekki einmitt á síðari hluta góðærisins í því að almennt starfsfólk fyrirtækja
var annars hugar og eigendurnir á Flórída eða á leiðinni þangað?
Það er augljóst að þetta getur ekki endað nema á einn veg, eins og
RóbeRt Jack