Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2010, Side 136
136
sem aftur lifi frjálsir og agalausir. og kennarar smjaðri fyrir nemendum og
hljóti fyrirlitningu að launum (562c–563b).
Öll þessi þrjú einkenni frjálsræðisins, þ.e. (1) málæðið, (2) skortinn á
mælikvarða á hvað skiptir máli og (3) hræðsluna við að taka af skarið, kynni
Platon að sjá birtast í því máli sem kosið var um í mars 2010, Icesave-
málinu. (1) Um fátt var meira talað, (2) í fáum málum átti fólk erfiðara
með að sjá skóginn fyrir trjánum og (3) sjaldan hefur maður í leiðtogastöðu
vikið sér jafn einarðlega undan því að taka af skarið til að stöðva þráhyggju
þjóðar og benda henni á að snúa sér að öllu hinu sem máli skiptir (ég á við
forseta Íslands).
Hvað þá um framtíðina? Platon segir að ef frjálsræðið haldi áfram endi
það einungis í þrælkun. Hann myndi líklega segja að ef þjóðin ætlar enda-
laust að fá að tjá sig um Icesave og koma í veg fyrir málalok, þá endi það
með meiri þrælkun en annars þyrfti að vera, þ.e. stærri skuld og verra
sambandi við grannþjóðirnar. Líkt og einstefna á auð felli auðvaldið, felli
einstefna á frjálsræði þannig samfélag frjálsræðisins.
Til að enda þetta, eins og sæmir, á því að finna móralinn í sögunni, sýn-
ist mér að ráðið sem Platon gæfi okkur væri að menntast til að koma á
jafnvægi í sjálfum okkur og í samfélaginu. En Platon bendir fólki sérstak-
lega á að vara sig á þeim sem lofa öllu fögru um niðurfellingu skulda og
endurúthlutun eigna, enda muni þeir ekki geta staðið við loforð sín og
leiða okkur til frekari þrælkunar. og þótt efnahagsmál skipti hér máli
myndi Platon ugglaust benda okkur á að menntun á ekki einungis að þjóna
efnahagslífinu, þótt hún geri það líka. Hún á að þjóna manneskjunni í
heild til að meta og virða alla þá þætti sem gera lífið þess virði að lifa því.
ABSTRACT
Clairvoyance or Common Truths?
Plato on the Icelandic Economic Downturn
In book VIII of the Republic Plato gives a description of how oligarchy turns into
democracy and then finally tyranny. Plato’s description of oligarchy and the oli-
garch’s values resembles Icelandic society remarkably well before the economic
downturn in 2008. His description of democracy also resembles the political state
in Iceland since 2008. We can only hope Iceland will be spared of tyranny.
Keywords: Icelandic Economic Downturn, Plato, Republic
RóbeRt Jack