Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2010, Side 142
142
3
Ólíkt fyrri verkum Bóethíusar, sem voru rökfræðilegar kennslubækur og
skýringar, fjallar Hugfróin um mannlega tilveru og hlutskipti mannsins,
t.a.m. spurninguna um sanna hamingju og hvernig megi sætta forsjónina
við heim sem virðist óréttlátur og grimmur. Verkið skiptist í fimm bækur,
þar sem laust mál og bundið blandast saman að hætti hinnar menippísku
satíru,8 en að því er Marenbon telur er bókmenntaleg bygging og rökfærsla
Bóethíusar hringlaga en ekki línuleg.9 Fræðimenn hafa oft sett sig í bók-
menntalegar eða heimspekilegar stellingar andspænis verkinu, en að mínu
mati verður að skoða hvernig þessir þættir styðja hver annan í heildartúlk-
un verksins og þar af leiðandi ber ekki að skilja bókmenntirnar frá heim-
spekinni eða öfugt.
Bóethíus sækir í brunn þriggja bókmenntahefða þegar hann setur saman
verkið: hina rómversku consolatio, heimspekilega samræðu og menippíska
satíru. Verk sem skrifuð voru sem consolatio eða hugfró vegna þess sem olli
fólki áhyggjum var vel þekkt bókmenntaform í Rómaveldi, til dæmis skrif-
aði Seneca yngri samræður um þetta efni. Hugfró Bóethíusar er ólík öðrum
verkum sem skrifuð eru inn í þessa hefð, að því leyti að það er hugfró
Heimspekinnar og ekki stílað til neins ákveðins aðila. Bóethíus þekkti til
hinnar heimspekilegu samræðu í gegnum Platón og Cíceró, en segja má að
Heimspekin sé jafn miðlæg og ráðandi í Hugfrónni og Sókrates í samræð-
um Platóns og að hún reyni að vera ljósmóðir þeirra heimspekilegu sann-
inda sem leynast í huga Bóethíusar enda var „hin sókratíska samræða […]
æfing sem leiddi viðmælanda Sókratesar til að endurskoða eigin afstöðu,
til að huga að sjálfum sér og gera sál sína eins fagra og spaka og verða
mætti“.10 Auðskilið er hvers vegna Bóethíus valdi sér consolatio-hefðina og
hefð hinnar heimspekilegu samræðu sem fyrirmynd í ljósi aðstæðna og
umfjöllunarefnis, en torveldara er að skilja hvers vegna Bóethíus sækir í
form menippísku satírunnar og hvaða tilgangi það þjónar. Marenbon
heldur því fram að hin menippíska satíra sé lykillinn að heildarsamhenginu
og að verkið sé satíra á guðlega eiginleika Heimspekinnar eins og þeir birt-
8 Um sögu og einkenni menippísku satírunnar, sjá Gottskálk Þ. Jensson, „Talmál og
skrautmælgi. Menippísk orðræða í Satýrika eftir Petróníus“, Heimur skáldsögunn-
ar, ritstj. Ástráður Eysteinsson, Bókmenntafræðistofnun: Reykjavík, 2001, bls.
136–146.
9 Sbr. John Marenbon, Boethius, bls. 96–97.
10 Pierre Hadot, „Heimspeki sem lífsmáti“, þýð. Egill Arnarson, Hugur 16, 2004,
bls. 114.
steInaR ÖRn atlason