Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2010, Page 146
146
að öðlast sjálfsfullnægju, sálarró og alheimsvitund í ljósi dauðans, líkt og
hinar andlegu æfingar stóuspekinganna snerust um.
5
Ef Bóethíus tengist stóuspekinni á ofangreindan hátt mætti í framhaldinu
spyrja hvort skrif hans séu af meiði þeirrar siðferðilegu sjálfstækni sem
Michel Foucault lýsti og er rauður þráður í skrifum stóumanna. „Þekktu
sjálfan þig!“ – eins og véfréttin í Delfí bauð mönnum – var að mati
Foucaults meginatriði hjá Platóni og platónistunum, en hann telur að á
helleníska skeiðinu hafi umhyggjan fyrir sjálfinu hins vegar verið í for-
grunni.19 Það þýðir að boð véfréttarinnar hafi orðið til þess að menn hafi
reynt að lifa með ákveðnum hætti út frá þeirri almennu reglu að þekkja
sjálfa sig og á helleníska skeiðinu hafi það leitt til ákveðinnar afstöðu hvers
og eins til hans sjálfs og lífsins sem miðaðist við umhyggju fyrir sjálfinu.
Foucault segir að umhyggjan fyrir sjálfinu hafi verið viðmið og félagsleg
hugsjón – og í raun forréttindi þess sem átti þess kost að ástunda hið góða
líf, eins og til dæmis þeirra heldri manna sem gátu helgað sig heimspeki-
legum samdrykkjum.
Hugsjónin um að þekkja sjálfan sig og vera umhugað um sjálfið var (a)
lífsmáti og markmið svo lengi sem maður lifði, (b) snerist um að móta
mann og mennta í ljósi verkefnisins að huga að sjálfum sér (en það fól í sér
(i) lausn undan löstum, röngum skoðunum almennings eða misviturra
kennara, (ii) stöðugt verkefni allt lífið og (iii) læknandi ferli sem hafði
einnig meðferðargildi), og (c) fór fram undir handleiðslu einhvers kennara
eða annarrar persónu.20 Thérèse-Anne Druart heldur því fram að
Heimspekin í verki Bóethíusar eigi sér fyrirmynd í Díótímu í Samdrykkjunni,
en hún er í hlutverki kennara sem leiðir lærisvein sinn Sókrates í sannleika
um að leita beri viskunnar umfram allt. Samkvæmt Druart fær þetta bók-
menntafræðilega atriði lesandann til að samsama sig Bóethíusi og gefa sig
19 Sbr. Michel Foucault, „Technologies of the Self“, Ethics, Subjectivity and Truth,
ritstj. Paul Rabinow, New york: The New york Press, 1994, bls. 231. Í Hugfrónni
segir um að þekkja sjálfan sig: „Vissulega er það hlutskipti mannsins að skara
aðeins fram úr öðrum hlutum þegar hann þekkir sjálfan sig. og auk þess hverfur
hann aftur niður fyrir stig skynlausrar skepnu, ef hann hættir að þekkja sjálfan sig,
því öðrum dýrum er eðlilegt að þekkja sig ekki, en í mönnum er það löstur“ (32).
20 Michel Foucault, „Hermeneutics of the Subject“, Ethics, Subjectivity and Truth,
ritstj. Paul Rabinow, New york: The New york Press, 1994, bls. 95–99.
steInaR ÖRn atlason