Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2010, Side 149
149
hverjum degi skaltu leiða hug þinn að dauða, útlegð og öllu því, er skelfi-
legt virðist, þó einkum dauðanum. Þá mun hugur þinn aldrei snúast um
auvirðilega hluti né heldur mettast af hóflausum girndum.“24 Það sem
gefur íhuguninni um dauðann gildi er ekki aðeins að hún gefur manni færi
á að láta sannfærast um að dauðinn sé ekki illur, heldur einnig að hún gefur
manni möguleikann á að horfa aftur yfir manns eigið líf í tíma.25 Hér
mætti vissulega ímynda sér að verk Bóethíusar falli í flokk með þeim and-
legu æfingum sem gerðar eru við raunverulegar aðstæður og sem hafa
dauðann í einhverjum skilningi að viðfangi, en Bóethíus fjallar mæddur og
fullur trega um örlögin og yfirvofandi dauða strax í upphafi verksins. Að
„æfa sig fyrir dauðann er að deyja eigin einstaklingsveru og ástríðum, til þess
að sjá hlutina af sjónarhóli hins almenna og hins hlutlæga“26 eða af sjónar-
hóli gæfunnar, örlaganna og forsjónarinnar eins og gerist í Hugfrónni,
enda mætti segja, eins og Bárður R. Jónsson heldur fram, að „form og stíll
eru aðeins umbúðir sem þjóna æðri tilgangi og mikilvægari, að koma sálu
og fró Boethiusar til skila. Andspænis dauðanum skapast verkið og fyrst og
fremst þess vegna.“27 og Bóethíus lætur íhugun um dauðann verða sér að
tækifæri til að horfa yfir farinn veg, til að koma á ákveðnu sambandi á milli
sín og alheimsnáttúrunnar, og hið endanlega markmið er að öðlast hugfró
gagnvart lífinu og yfirvofandi dauða.
6
Sú túlkun sem ég hef leitast við að rökstyðja hér á undan færir Bóethíus og
Um hugfró heimspekinnar í átt að hugmyndum stóuspekinnar um heim-
speki sem lífsmáta, eins og Hadot og Foucault hafa fært rök fyrir, þótt
greinilega komi margir straumar saman í hugsun hans, eins og til dæmis
kenningar Platóns og nýplatónistanna. En þegar orðræða og ástundun
heimspekinnar í Um hugfró heimspekinnar er skoðuð í ljósi bókmennta-
hefðanna, hvernig Bóethíus staðsetur sig í hefð rómverskra embættis-
manna og stóuspekinga (þeirra Cícerós og Seneca) sem hafa verið dæmdir
til dauða þrátt fyrir störf sín í þágu ríkisins, þema verksins (forsjónin,
24 Epiktet, Hver er sinnar gæfu smiður. Handbók Epiktets, bls. 28.
25 Michel Foucault, „Hermeneutics of the Subject“, Ethics, Subjectivity and Truth, bls.
105.
26 Pierre Hadot, „Spiritual Exercises“, Philosophy as a Way of Life, bls. 95.
27 Bárður R. Jónsson, „Inngangur“, Þýðing á De consolatione Philosophiae eftir
A.M.S. Boethius ásamt inngangi, óútgefin B.A.-ritgerð, Háskóli Íslands, 1991, bls.
XIII.
„GÓðUM MANNI GETUR EKKERT GRANDAð“