Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2010, Side 151
151
Jean-Paul sartre
Hversvegna að skrifa?
Þýðingin sem hér fer á eftir er á kafla úr bókinni Hvað eru bókmenntir? (Qu’est-ce
que la littérature?) eftir franska heimspekinginn Jean-Paul Sartre (1905–1980).
Þessi bók hefur að geyma víðtækustu umfjöllun Sartres um bókmenntir og
hefur hún oft verið talin helsti fulltrúi hugmyndarinnar um afstöðubókmenntir
(fr. littérature engagée), þ.e.a.s. að höfundurinn eigi að skuldbinda sig (fr. s’enga-
ger) til að taka pólitíska afstöðu í verkum sínum með það fyrir augum að breyta
heiminum. Bókin skiptist í fjóra kafla: „Hvað er að skrifa?“, „Hversvegna að
skrifa?“, „Fyrir hvern er skrifað?“ og „Aðstæður rithöfundarins árið 1947“.1
Upphaflega var þetta greinaflokkur í tímaritinu Les Temps modernes, sem Sartre
hafði stofnað í félagi við Raymond Aron, Maurice Merleau-Ponty og Simone de
Beauvoir haustið 1945, eftir lok síðari heimsstyrjaldar, sem hafði sett mark sitt á
alla þessa heimspekinga, að vísu með mjög mismunandi hætti. Greinaflokkurinn
kom síðan út sem annað bindið í ritsafni Sartres, Situations (Aðstæður) árið 1948,
og var svo gefinn út sem sjálfstætt verk. – Þess má geta að bók Rolands Barthes,
Skrifað við núllpunkt (Le degré zéro de l’écriture) frá árinu 1953, er óbeint andsvar
við riti Sartres. Michel Foucault brást síðan við þessum og öðrum hugmyndum
Barthes í ritgerðinni „Hvað er höfundur?“ og hefur hún verið þýdd á íslensku
rétt eins og bók Barthes.2
Kaflinn sem hér er þýddur er annar í röðinni í Hvað eru bókmenntir? og fjallar
um tilgang og ástæður skrifta, en í honum er einnig athyglisvert framlag til fyr-
irbærafræði lestrarins, auk þess sem það kemur smám saman í ljós að lestur,
skrift, frelsi og lýðræði eru tengd órofa böndum. oft er mikið gert úr marxisma
Sartres, en í þessum kafla er Sartre einkum undir áhrifum frá Kant, bæði sið-
fræði hans og fagurfræði, svo mjög að segja mætti að hér sé á ferðinni eins konar
sambland af fyrirbærafræði og kantískri siðfræði og fagurfræði; sú spurning
vaknar hvort siðfræði tilvistarstefnunnar sé nokkuð annað en útfærsla á siðfræði
1 Nánari útlistun á hugmyndum þessum má lesa í grein minni „Skrifað fyrir bóka-
hilluna? Sartre og hlutverk bókmennta“, Hugur 20, 2008, bls. 153–162.
2 Roland Barthes, Skrifað við núllpunkt, þýð. Gauti Kristmannsson og Gunnar
Harðarson, Reykjavík: Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands, 2003; Michel
Foucault, „Hvað er höfundur?“, þýð. Garðar Baldvinsson, Alsæi, vald og þekking,
Reykjavík: Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands, 2005.
Ritið 3/2010, bls. 151–170