Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2010, Page 153
153
hverfur það án sjónarvotta inn í dimman varanleika sinn. Það hverfur sem
sé; enginn er svo galinn að halda að það verði að engu. Það erum við sem
verðum að engu og jörðin hvílir í dásvefni sínum þar til önnur vitund
kemur og vekur hana. Við innri vissu okkar um að við séum „afhjúpendur“
bætist því vissan um að við erum aukaatriði gagnvart því sem við afhjúp-
um.
Ein höfuðástæða listsköpunar er einmitt þörf okkar fyrir að finnast við
vera aðalatriði gagnvart heiminum. Ef ég festi á striga eða færi í letur
ákveðið sjónarhorn til akranna eða hafsins eða svipbrigði í andliti, sem ég
hef afhjúpað, veit ég af því að hafa skapað þau með því að ákvarða tengslin,
með því að koma á skipan þar sem engin var fyrir, með því að leggja marg-
breytileik hlutanna undir einingu hugans. Mér finnst ég aðalatriði gagn-
vart sköpun minni. En í þetta sinn er það hluturinn sem ég hef skapað
sem gengur mér úr greipum; ég get ekki afhjúpað og skapað í senn.
Sköpunarverkið verður aukaatriði miðað við sköpunarstarfið. Þó að öðrum
komi sköpunarverkið fyrir sjónir sem fullgert, virðist okkur það ávallt vera
til bráðabirgða. Við getum alltaf breytt þessari línu, þessu blæbrigði, þessu
orði. Þess vegna verður það aldrei óhjákvæmilegt. Málaranemi spurði eitt
sinn kennara sinn: „Hvenær á ég að líta svo á að mynd mín sé fullgerð?“
og kennarinn svaraði: „Þegar þú getur horft á hana fullur undrunar og
sagt við sjálfan þig: Er það ég sem hef gert þetta?“
Það er að segja aldrei. Því að það væri að skoða verk sitt með annars
augum og afhjúpa það sem maður hefur skapað. En það er augljóst að við
erum jafn ómeðvituð um hlutinn sem við framleiðum og við erum með-
vituð um framleiðslustarf okkar. Þegar um er að ræða leirkerasmíði eða
trésmíði vinnum við á hefðbundinn hátt með verkfærum sem notuð eru
samkvæmt ákveðnum reglum. Þá er það hinn alræmdi „maður“ Heideggers
sem vinnur með höndum okkar. Í því tilviki getur okkur virst árangurinn
nógu framandi til að hann varðveiti hlutlægni sína í augum okkar. En ef
við sjálf búum til framleiðslureglurnar, mælieiningarnar og kvarðana og ef
sköpunarhvötin sprettur úr innsta eðli okkar, þá finnum við aldrei annað
en sjálf okkur í verki okkar. Það erum við sem höfum fundið upp lögmálin
sem á að dæma það eftir. Það er okkar saga, okkar ást og gleði, sem við
sjáum í því. Jafnvel þótt við skoðuðum verkið án þess að snerta það framar,
gætum við aldrei orðið viðtakendur þeirrar gleði eða ástar. Það erum við
sem gefum verkinu hana. Árangurinn sem við höfum náð á striga eða
pappír getur okkur aldrei virst hlutlægur. Við erum of kunnug því ferli sem
HVERSVEGNA Að SKRIFA?