Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2010, Side 154
154
hann er afurð af. og ferlin eru og verða huglæg. Þau eru við, okkar inn-
blástur, okkar hugvit, og þegar við leitumst við að skynja verk okkar sköp-
um við það á ný, endurtökum í huganum þær aðgerðir sem bjuggu það til,
sérhver hlið þess kemur okkur fyrir sjónir sem afurð. Í skynjun er því við-
fangið aðalatriði, en skynjandinn aukaatriði. Hann leitast við að verða
aðalatriði fyrir atbeina sköpunarinnar og verður það, en fyrir vikið verður
viðfangið aukaatriði.
Hvergi er þessi víxlverkan augljósari en í ritlistinni. Því að bókmennta-
verk er sérkennileg skopparakringla sem er aðeins til á hreyfingu. Til þess
að snúa henni þarf ákveðna athöfn sem kallast lestur, og verkið varir aðeins
svo lengi sem lesturinn endist. Utan hans eru aðeins svört strik á pappír.
En rithöfundur getur ekki lesið það sem hann skrifar, þó að skósmiður geti
farið í skóna sem hann smíðar, ef þeir eru af réttri stærð, og arkitektinn
geti búið í húsinu sem hann hefur hannað. Þegar maður les væntir hann og
bíður. Hann sér fram á lok einnar setningar, næstu setningar, næstu blað-
síðu. Hann bíður þess að fá grun sinn staðfestan eða afsannaðan. Lesturinn
verður til úr herskörum tilgátna, draumum sem menn vakna af, vænting-
um eða vonbrigðum. Lesendurnir eru alltaf á undan setningunni sem þeir
eru að lesa í einhvers konar framtíð sem er einungis sennileg og hrynur að
sumu leyti, en kemur að öðru leyti heim og saman við hugmyndir lesand-
ans eftir því sem honum miðar áleiðis. Þessi framtíð hörfar undan frá einni
blaðsíðu til annarrar og myndar hinn hreyfanlega sjóndeildarhring bók-
menntaverksins. Án biðar, án framtíðar, án vanþekkingar er ekki um hlut-
lægni að ræða. En aðgerðin að skrifa hefur í sér fólginn hálfgildings lestur
sem gerir það að verkum að raunverulegur lestur er ekki mögulegur. Þegar
orðin mótast undir pennanum sér höfundurinn þau án efa, en hann sér þau
ekki einsog lesandinn, þar eð hann veit hver þau eru áður en hann skrifar
þau. Auglit hans hefur ekki það hlutverk að hreyfa við sofandi orðunum,
sem bíða þess að verða lesin, og vekja þau, heldur að stjórna ritun tákn-
anna. Í stuttu máli gegnir hann eingöngu eftirlitsstörfum, og hann rekur
ekki augun í neitt nema smávægileg pennaglöp. Rithöfundurinn hvorki
væntir, né varpar fram tilgátum. Hann áætlar. oft kemur fyrir að hann
bíður, eins og sagt er, innblásturs. En maður bíður ekki eftir sjálfum sér á
sama hátt og maður bíður eftir öðrum. Ef hann hikar, er það vegna þess að
hann veit að framtíðin er ekki tilbúin, að það er hann sjálfur sem ætlar að
búa hana til og ef hann veit ekki enn hvað mun henda söguhetju sína, þýðir
það einfaldlega að hann hefur ekki hugsað um það og að hann hefur ekki
Jean-Paul saRtRe