Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2010, Side 156
156
einnig til þess að hluturinn sé til í fyllsta skilningi (þ.e. framleiða hann). Í
stuttu máli, lesandinn er meðvitaður um að afhjúpa og skapa í senn,
afhjúpa þegar hann skapar, skapa með því að afhjúpa. Enginn skyldi ætla
að lestur sé vélræn aðgerð og að tákn orki á mann eins og ljós á filmu. Ef
lesandinn er annars hugar, þreyttur, heimskur eða hugsunarlaus munu
flest venslin fara fram hjá honum. Honum mun aldrei takast að láta hlut-
inn læsast í sig (í þeirri merkingu sem við sjáum að eldur læsir sig í eða
læsir sig ekki í). Hann mun draga nokkrar setningar út úr skugganum, að
því er virðist af handahófi. Ef hann er vel upplagður mun hann mynda
skipulega heild handan orðanna, þar sem sérhver setning fer aðeins með
smáhlutverk: þemað, efnið eða merkinguna. Frá upphafi er merkingin því
ekki falin í orðunum; það er þvert á móti í krafti hennar að merking hvers
þeirra verður skiljanleg, og þó að bókmenntaverkið komi fram fyrir atbeina
tungumálsins, er það aldrei gefið í tungumálinu.
Þvert á móti er það í eðli sínu þögn og andstæðingur orðsins. Auk þess
má lesa þau hundruð þúsunda orða sem rituð eru í bók hvert fyrir sig án
þess að merking verksins komi fram. Merkingin er ekki summa orðanna,
hún er lifandi heild þeirra. Ekkert vinnst nema lesandinn komi sér frá byrj-
un og næstum tilsagnarlaust fyrir í miðdepli þessarar þagnar, þ.e. ef hann
skapar hana ekki og lagar ekki að henni þau orð og þær setningar sem
hann „vekur“. og ef menn segja að betur færi á að kalla þetta endurupp-
finningu eða uppgötvun, svara ég því til, í fyrsta lagi, að slík enduruppfinn-
ing væri jafn ný og jafn upprunaleg athöfn og hin fyrri uppfinning. og ef
hluturinn hefur aldrei verið til áður, getur ekki verið um enduruppfinn-
ingu eða uppgötvun að ræða. Því að ef sú þögn sem ég ræði hér um er
raunverulega markmið höfundarins, þá hefur hann að minnsta kosti aldrei
þekkt hana, þögn hans er huglæg og undanfari tungunnar, hún er fjarvera
orð anna, hin ódeilda og lifaða þögn innblástursins, sem orðin síðan deila
niður og sundurliða, en þögnin sem lesandinn býr til er hlutur. og innan í
hlutnum eru enn þagnir: það sem höfundurinn lætur ósagt. Hér er um að
ræða ætlanir sem eru svo sérstæðar að þær gætu ekki búið yfir neinni
merkingu utan þess hlutar sem kemur í ljós við lesturinn. Það eru samt þær
sem ljá honum fyllingu og sinn sérstaka svip. Það er varla rétta orðið að
segja að þær séu ósagðar, þær eru einmitt ósegjanlegar. og vegna þess
finna menn þær ekki á neinu ákveðnu augnabliki lestrarins; þær eru alls
staðar og hvergi: tilfinningin fyrir hinu undursamlega í Le Grand Meaulnes,
mikilleikanum í Armance, og stigi raunsæis og sannleika í goðafræði Kafka,
Jean-Paul saRtRe