Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2010, Side 156

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2010, Side 156
156 einnig til þess að hluturinn sé til í fyllsta skilningi (þ.e. framleiða hann). Í stuttu máli, lesandinn er meðvitaður um að afhjúpa og skapa í senn, afhjúpa þegar hann skapar, skapa með því að afhjúpa. Enginn skyldi ætla að lestur sé vélræn aðgerð og að tákn orki á mann eins og ljós á filmu. Ef lesandinn er annars hugar, þreyttur, heimskur eða hugsunarlaus munu flest venslin fara fram hjá honum. Honum mun aldrei takast að láta hlut- inn læsast í sig (í þeirri merkingu sem við sjáum að eldur læsir sig í eða læsir sig ekki í). Hann mun draga nokkrar setningar út úr skugganum, að því er virðist af handahófi. Ef hann er vel upplagður mun hann mynda skipulega heild handan orðanna, þar sem sérhver setning fer aðeins með smáhlutverk: þemað, efnið eða merkinguna. Frá upphafi er merkingin því ekki falin í orðunum; það er þvert á móti í krafti hennar að merking hvers þeirra verður skiljanleg, og þó að bókmenntaverkið komi fram fyrir atbeina tungumálsins, er það aldrei gefið í tungumálinu. Þvert á móti er það í eðli sínu þögn og andstæðingur orðsins. Auk þess má lesa þau hundruð þúsunda orða sem rituð eru í bók hvert fyrir sig án þess að merking verksins komi fram. Merkingin er ekki summa orðanna, hún er lifandi heild þeirra. Ekkert vinnst nema lesandinn komi sér frá byrj- un og næstum tilsagnarlaust fyrir í miðdepli þessarar þagnar, þ.e. ef hann skapar hana ekki og lagar ekki að henni þau orð og þær setningar sem hann „vekur“. og ef menn segja að betur færi á að kalla þetta endurupp- finningu eða uppgötvun, svara ég því til, í fyrsta lagi, að slík enduruppfinn- ing væri jafn ný og jafn upprunaleg athöfn og hin fyrri uppfinning. og ef hluturinn hefur aldrei verið til áður, getur ekki verið um enduruppfinn- ingu eða uppgötvun að ræða. Því að ef sú þögn sem ég ræði hér um er raunverulega markmið höfundarins, þá hefur hann að minnsta kosti aldrei þekkt hana, þögn hans er huglæg og undanfari tungunnar, hún er fjarvera orð anna, hin ódeilda og lifaða þögn innblástursins, sem orðin síðan deila niður og sundurliða, en þögnin sem lesandinn býr til er hlutur. og innan í hlutnum eru enn þagnir: það sem höfundurinn lætur ósagt. Hér er um að ræða ætlanir sem eru svo sérstæðar að þær gætu ekki búið yfir neinni merkingu utan þess hlutar sem kemur í ljós við lesturinn. Það eru samt þær sem ljá honum fyllingu og sinn sérstaka svip. Það er varla rétta orðið að segja að þær séu ósagðar, þær eru einmitt ósegjanlegar. og vegna þess finna menn þær ekki á neinu ákveðnu augnabliki lestrarins; þær eru alls staðar og hvergi: tilfinningin fyrir hinu undursamlega í Le Grand Meaulnes, mikilleikanum í Armance, og stigi raunsæis og sannleika í goðafræði Kafka, Jean-Paul saRtRe
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.