Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2010, Qupperneq 159
159
um þessum eiginleikum og sjá þar fjölmargar leiðir sem stefna að ókunnu
marki. En það er einmitt villan. Fegurð náttúrunnar er á engan hátt sam-
bærileg við fegurð listarinnar. Listaverkið hefur ekki markmið, þar erum
við sammála Kant. En það er af því að það er markmið. Formúla Kants
gerir ekki grein fyrir því kalli sem endurómar frá hljómgrunni hvers mál-
verks, hverrar styttu, hverrar bókar. Kant heldur að listaverkið sé fyrst til
sem staðreynd og síðan horfi menn á það. En reyndin er hinsvegar sú að
það er því aðeins til að maður horfi á það og að það sé fyrst hreint ákall,
hrein krafa um að verða til. Það er ekki verkfæri sem á sér augljósa tilveru
og óákvarðað markmið. Það gefur sig til kynna sem verkefni sem vinna
þarf, frá upphafi sest það að á stigi hins skilyrðislausa skylduboðs. Þú ert
algjörlega frjáls til að láta þessa bók eiga sig á borðinu. En ef þú opnar
hana tekurðu á þig ábyrgð gagnvart henni. Menn öðlast nefnilega ekki
reynslu af frelsinu með því að láta það njóta hins frjálsa, huglæga hlutverks
síns, heldur í skapandi athöfn sem er krafist af einhverju skylduboði. Þetta
hreina markmið, þetta forskilvitlega skylduboð, sem er þó samþykkt að
fullu og frelsið sjálft tekur upp sem sitt eigið, er það sem við köllum gildi.
Listaverkið er gildi vegna þess að það er ákall.
Ef ég skírskota til lesanda míns að hann leiði til farsælla lykta það verk
sem ég byrjaði á, er augljóst að ég lít svo á að hann sé algjörlega frjáls,
sköpunarkraftur hans sé ómengaður, athafnir hans óþvingaðar. Þannig get
ég aldrei skírskotað til hans sem þolanda, þ.e. reynt að hafa áhrif á hann,
miðla honum tilfinningum haturs, löngunar eða reiði. Vafalaust eru til
höfundar sem fást ekki við annað en þyrla upp þessum geðshræringum,
sökum þess að þær eru fyrirsjáanlegar og viðráðanlegar og vegna þess að
þeir hafa yfir að ráða áhrifaríkum aðferðum til að koma þeim af stað. En
þeim er líka álasað fyrir það, eins og Evrípídesi í fornöld fyrir að láta börn
koma fram á sviðinu. Frelsið er firrt þegar ástríður hafa lausan tauminn.
Það er skyndilega farið að sinna takmörkuðum aukaverkefnum, en missir
sjónar á meginverkefni sínu sem er að framleiða algilt markmið. og bókin
er þá ekki annað en tæki til að ala á hatri eða löngun. Rithöfundurinn ætti
ekki að leitast við að yfirþyrma, þá lendir hann í mótsögn við sjálfan sig. Ef
hann vill gera kröfur, má hann aðeins leggja fram það verkefni sem vinna
þarf. Af því stafar það yfirbragð hreinnar framsetningar sem virðist eðlislægt
listaverkinu. Lesandinn verður að geta horft á það úr einskonar fagur-
fræðilegum fjarska. Því ruglaði Gautier saman við „listin listarinnar vegna“,
sem var mjög vanhugsað, og Parnasse-skáldin við tilfinningaleysi lista-
HVERSVEGNA Að SKRIFA?