Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2010, Qupperneq 161
161
verður óvirknin þess í stað virk athöfn; sá maður sem les spennir boga sinn
til hins ýtrasta. Þess vegna má sjá fólk sem alræmt er fyrir hörku brynna
músum yfir ímyndaðri ógæfu: það verður eitt augnablik það sem það hefði
orðið, hefði það ekki varið lífi sínu til þess að dylja fyrir sér frelsi sitt.
Rithöfundurinn skrifar því til þess að tala til frelsis lesendanna og krefj-
ast þess að það láti verk hans verða til. En hann lætur ekki við svo búið
standa. Hann krefst þess að auki að þeir endurgjaldi þann trúnað sem hann
hefur sýnt þeim, að þeir viðurkenni hið skapandi frelsi hans og að þeir að
sínu leyti kalli eftir því með samsvarandi og gagnverkandi ákalli. Hér birt-
ist í raun önnur gagnkvæmnisþverstæða lestrarins. Því betur sem við sann-
reynum frelsi okkar, því fremur viðurkennum við frelsi annarra. Því meir
sem aðrir krefjast af okkur, því meir krefjumst við af þeim.
Þegar ég læt heillast af landslagi, veit ég afar vel að það er ekki ég sem
skapa það, en ég veit einnig að án mín mundu tengslin sem skapast fyrir
augum mínum milli trjánna, laufsins, jarðarinnar, grassins, alls ekki vera
til. Ég veit að ég get ekki útskýrt þá markvísi sem virðist ríkja í blöndu lit-
brigðanna og samræmi þeirra forma og hreyfinga sem vindurinn skapar.
Þó er hún til, þarna er hún, ég sé hana sjálfur, og ég get ekki gert það að
verkum að þar sé eitthvað nema eitthvað sé þar fyrir. En jafnvel þótt ég
tryði á Guð, gæti ég ekki byggt brú milli hinnar almennu umhyggju Guðs
og hins einstaka sjónarsviðs sem ég er að skoða, nema þá með orðum. Að
segja að hann hafi skapað þetta landslag til þess að ég yrði heillaður eða að
hann hafi skapað mig sem þess konar persónu sem gleðst af að sjá það, er
að bera fram spurningu fyrir svar. Er það af ásetningi að samband er milli
bláa litarins þarna og þess græna? Hvernig á ég að vita það? Hugmyndin
um almenna forsjá tryggir ekki að um neina einstaka ætlun sé að ræða,
einkum í þessu tilviki, þar sem grænku grassins má útskýra með lögmálum
líffræðinnar, ákveðnum fastastærðum og landfræðilegum aðstæðum, en
blámi vatnsins stafar hinsvegar af dýpi fljótsins, eðli jarðvegsins og straum-
hraðanum. Sé litasamsetningin tilorðin af ásetningi, getur það einungis
verið svo að segja í kaupbæti, þar eð þarna koma saman tvær orsakakeðjur,
þ.e. við fyrstu sýn tilviljun. Þegar best lætur er hugmyndin um markvísi
vafasöm. Öll tengsl sem við setjum upp eru og verða tilgátur. Ekkert mark-
mið opinberar sig sem skylduboð, enda ekkert skýrlega opinberað sem vilji
skaparans. Fegurð náttúrunnar er því aldrei ákall til frelsis okkar. Eða öllu
heldur: svo virðist sem skipan ríki í samsafni laufskrúðsins, formanna og
hreyfinganna, og af því stafar yfirbragð ákalls, sem virðist höfða til frelsis-
HVERSVEGNA Að SKRIFA?