Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2010, Page 166
166
istilfinningu. Það er hún sem setur mark tiginnar kyrrðar á sterkustu fag-
urfræðilegu geðshræringar. Hún á rót sína að rekja til þeirrar fullvissu að
nákvæmt samræmi ríkir milli hins huglæga og hins hlutlæga. Þar sem hinn
fagurfræðilegi hlutur er í réttum skilningi heimurinn, að því leyti sem
reynt er að ná til hans fyrir tilstuðlan ímyndunarinnar, fylgir hinni fagur-
fræðilegu gleði sú meðvitaða afstaða að heimurinn sé gildi, þ.e. verkefni
sem lagt er fyrir frelsi mannsins. Þetta kalla ég fagurfræðilega mynd mann-
legrar ætlunar. Því að venjulega kemur heimurinn í ljós sem sjóndeildar-
hringur aðstæðna okkar, sem óendanleg fjarlægð sem greinir okkur frá
okkur sjálfum, sem samstæð heild hins gefna, óskipt mengi hindrana og
notagilda, en aldrei sem krafa er beinist að frelsi okkar. Hin fagurfræðilega
gleði nær þannig því stigi vitundarinnar sem þarf til þess að endurheimta
og gera að sínu eigin það sem er einmitt eitthvað annað. Ég umbreyti hinu
gefna í skylduboð og staðreynd í gildi. Heimurinn verður verkefni mitt.
Aðalhlutverk frelsis míns, sem ég tekst á hendur af frjálsum vilja, er einmitt
að gera á óskilorðsbundinn hátt einstæðan og algjöran hlut að veruleika:
Alheiminn. og í þriðja lagi fela tengslin hér að ofan í sér sáttmála milli
frelsis mannanna. Annarsvegar er lestur viðurkenning á frelsi rithöfund-
arins, full trúnaðartrausts og kröfugerðar, og hins vegar finna menn til
hinnar fagurfræðilegu gleði sem gildis, og því felur hún í sér skilyrðislausa
kröfu á hendur öðrum, sem sé þá, að allir menn finni, að því leyti sem þeir
eru frjálsar verur, til sömu ánægjunnar við að lesa sama verk. Þannig er allt
mannkyn samankomið í æðsta frelsi sínu og gerir að veruleika heim, sem
er í senn heimur þess sjálfs og hinn „ytri“ heimur. Í fagurfræðilegri gleði er
hin meðvitaða afstaða sú sem ímyndar sér heiminn í heild, bæði sem stað-
reynd og sem þann veruleika sem ætti að vera, í senn og að fullu sem
mannanna heim og sem framandi heim, og því meir sem okkar heim, því
framandlegri sem hann er. Hin óskipta vitund umlykur raunverulega hina
samræmdu heild mannlegs frelsis að því marki sem hún er viðfang hins
almenna trúnaðartrausts og kröfugerðar.
Að skrifa er því í senn að afhjúpa heiminn og leggja hann fyrir örlæti
lesandans sem verkefni. Það er að grípa til vitundar annarra til þess að
hljóta viðurkenningu þess að maður sé aðalatriði gagnvart heild veru-
leikans. Það er að vilja lifa það að vera aðalatriði með hjálp milliliða. En
sjálfur raunheimurinn opinberar sig aðeins athöfninni, því að maður getur
ekki fundið til þess að maður sé í honum nema með því að yfirstíga hann
til þess að breyta honum. Því mundi heim skáldsöguhöfundarins skorta
Jean-Paul saRtRe