Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2010, Side 169
169
inn getur eitt augnablik gert ráð fyrir því að það sé mögulegt að skrifa
góða skáldsögu gyðingahatri til lofs.8 Því að á því augnabliki, sem ég finn
að frelsi mitt er órjúfanlega tengt frelsi allra annarra manna, er ekki hægt
að krefjast þess af mér að ég noti það til að fallast á þrælkun einhverra
þessara manna. Hvort sem rithöfundurinn er ritgerðahöfundur, pistlahöf-
undur, ádeiluhöfundur eða skáldsagnahöfundur, hvort sem hann talar
aðeins um ástríður einstaklingsins eða ræðst á allt þjóðfélagið, hefur hann
sem frjáls maður er ávarpar frjálsa menn aðeins eitt viðfangsefni: frelsið.
Sérhver tilraun hans til að þrælka lesendurna ógnar honum því sem
listamanni. Járnsmiður getur hrifist af fasisma í lífi sínu sem maður, en
ekki endilega í starfi sínu sem járnsmiður. Rithöfundurinn gerir það á
báðum sviðum, og jafnvel fremur í starfi sínu en lífi. Ég hef séð rithöfunda,
sem fyrir stríðið hrópuðu á fasisma af lífi og sál, taka steingelda á móti
firnum viðurkenninga úr hendi nasista. Ég hef einkum Drieu la Rochelle í
huga. Honum skjátlaðist hrapallega, en hann var þó einlægur. Það sannaði
hann. Hann hafði tekist á hendur að ritstýra tímariti, sem stutt var af nas-
istum. Fyrstu mánuðina veitti hann löndum sínum áminningu, ávítti þá og
hélt þrumuræður yfir þeim. Enginn svaraði honum, því að enginn var
frjáls til þess. Hann sannreyndi það á skapi sínu, hann fann ekki lengur
fyrir lesendum sínum. Hann varð ákafari, en þess sáust engin merki að
menn hefðu skilið hann. Ekkert merki um hatur, né heldur reiði. Ekkert.
Hann vissi ekki hvað gera skyldi. Fórnarlamb vaxandi taugaspennu. Hann
kvartaði sáran við Þjóðverja. Greinar hans höfðu verið frábærar, þær urðu
hjáróma. Að því kom að hann barði sér á brjóst. Ekkert bergmál, nema
leigupennanna sem hann fyrirleit. Hann sendi inn afsögn sína, dró hana til
baka, hélt enn ræður, einn í eyðimörkinni. Að lokum þagnaði hann, kefl-
aður þögn annarra. Hann hafði krafist undirokunar þeirra en í æði sínu
hlýtur hann að hafa ímyndað sér hana sjálfviljuga, frjálsa enn sem áður.
Hún varð að veruleika. Maðurinn í honum óskaði sér hjartanlega til ham-
ingju, en rithöfundurinn gat ekki afborið það. Meðan á þessu stóð gerðu
8 Þessi síðasta athugasemd gæti vakið viðbrögð hjá lesendum. Gefið mér þá dæmi
um eina góða skáldsögu sem hafði þann yfirlýsta tilgang að þjóna kúguninni, eina
góða skáldsögu sem var skrifuð gegn gyðingum, gegn blökkumönnum, gegn
verkamönnum, gegn nýlenduþjóðum. „Ef hún skyldi ekki fyrirfinnast væru það
samt ekki rök fyrir því að slík skáldsaga verði ekki skrifuð einhvern daginn.“ En þá
viðurkennir þú að þú haldir fram óhlutstæðum fræðikenningum. Þú, ekki ég. Því
að það er í nafni óhlutstæðrar hugmyndar þinnar um listina sem þú gefur þér
möguleikann á staðreynd sem hefur aldrei orðið að veruleika. Ég, hinsvegar, læt
mér nægja að setja fram skýringu á viðurkenndri staðreynd.
HVERSVEGNA Að SKRIFA?