Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2010, Page 174

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2010, Page 174
174 milli pláneta til að efla hug sinn og dáð eins og sagt er. Þeir sem einungis ferðast með hestvögnum verða eflaust undrandi á ferðamátanum sem við- hafður er þarna uppi því að við, hér á okkar litla drulluhaug, getum ekki ímyndað okkur neitt annað en það sem við erum vön. Ferðalangurinn okkar var frábærlega vel að sér um þyngdarlögmálið og alla krafta, að- dráttar krafta jafnt sem hið gagnstæða. Hann nýtti sér þá svo vel að ýmist var það með aðstoð sólargeisla eða halastjörnu sem hann fór ásamt fylgd- arliði frá einum hnetti til annars, eins og fugl flögrar greina á milli. Hann ferðaðist um Vetrarbrautina á skömmum tíma og mér ber skylda til að játa það að í gegnum allan stjörnuskarann sá hann aldrei hinn fallega eldhimin sem hinn rómaði aðstoðarprestur Derham stærir sig af að hafa séð í sjón- aukanum sínum.6 Ekki er þar með sagt að ég haldi því fram að herra Derham hafi missést, Guð forði mér! En Míkrómegas var á staðnum. Hann er mjög athugull og ég vil á engan halla. Eftir að hafa skoðað sig vel um kom Míkrómegas til hnattarins Satúrnusar. Þótt hann væri vanur að sjá nýja hluti gat hann í fyrstu ekki varist þessu yfirlætislega brosi, sem leikur stundum um varir hinna vitrustu, þegar hann sá smæð hnattarins og íbúa hans vegna þess að Satúrnus er reyndar varla meira en níu hundruð sinn- um stærri en jörðin og íbúar hans eru dvergar sem ekki eru nema þúsund faðma háir eða þar um bil. Hann hæddist í fyrstu örlítið að þessu fólki, rétt eins og ítalskur tónlistarmaður hlær að tónlist Lullis þegar hann kemur til Frakklands.7 En þar sem Síríusbúinn var skynsamur mjög, skildi hann fljótt að viti borin vera þarf alls ekki að vera fáránleg þótt hún sé aðeins sex þúsund feta há. Hann komst í kynni við íbúana á Satúrnusi eftir að hafa í fyrstu vakið furðu þeirra. Hann vingaðist fljótt við ritara Akademíu Satúrnusar.8 Sá var hygginn maður sem hafði satt að segja ekki fundið neitt upp en gerði mjög vel grein fyrir uppfinningum annarra og réð þokkalega við að setja saman stutt kvæði og leysa flókin reikningsdæmi. Lesandanum til ánægju greini ég hér frá einstöku samtali sem Míkrómegas átti dag einn við ritarann. 6 Derham (1657–1735) var enskur vísindamaður sem vildi sanna tilvist Guðs. Hér er vísað í rit hans Astrotheologie, or a Demonstration of the being and attributes of God from a survey of the heavens, London, 1715. 7 Jean-Baptiste Lulli (1632–1687) var tónskáld við hirð Lúðvíks XIV. 8 Fyrirmynd ritarans er Fontenelle sem var ritari Vísindaakademíunnar (stofnuð árið 1666) frá 1699–1741. VoltaIRe
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.