Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2010, Side 175

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2010, Side 175
175 Annar kafli: Samtal íbúa Síríusar við þann frá Satúrnusi „Það verður að segja eins og er, sagði Míkrómegas, eftir að Hans hágöfgi var lagstur og ritarinn hafði fært sig að andliti hans, að náttúran er býsna margbreytileg. – Já, sagði íbúi Satúrnusar, náttúran er eins og blómabeð þar sem blómin … – Æ, sagði hinn, slepptu blómabeðinu. – Hún er, byrj- aði ritarinn aftur, eins og hópur ljóshærðra og dökkhærðra kvenna þar sem skartið … – og hvað varðar mig um þær dökkhærðu? sagði hinn. – Hún er sem sagt eins og salur, prýddur málverkum þar sem drættirnir … – Ó nei! sagði ferðalangurinn, enn og aftur, náttúran er eins og náttúran. Til hvers að leita að einhverju sem líkist henni? – Til að skemmta yður, svaraði rit- arinn. – Ég vil ekki láta skemmta mér, svaraði ferðalangurinn, ég vil að mér sé kennt; byrjið á að segja mér hversu mörg skilningarvit mennirnir á hnettinum ykkar hafa. – Sjötíu og tvö, sagði akademíkerinn, og við kvört- um alla daga yfir því hversu fá þau eru. Ímyndunarafl okkar nær lengra en þarfir okkar; okkur finnst að við, með okkar sjötíu og tvö skilningarvit, bauginn okkar og tunglin fimm, séum of takmörkuð og að þrátt fyrir alla okkar forvitni og töluverðan fjölda ástríðna, sem er afleiðing okkar sjötíu og tveggja skilningarvita, höfum við nægan tíma til að láta okkur leiðast. – Því get ég trúað, sagði Míkrómegas, vegna þess að á okkar hnetti höfum við næstum þúsund skilningarvit og í okkur eimir enn eftir af einhverri óljósri þrá, einhverjum óróleika sem gefur okkur stanslaust til kynna að það sé nú ekki mikið í okkur varið og að það fyrirfinnist miklu fullkomnari verur. Ég hef ferðast dálítið, ég hef séð dauðlegar verur sem standa okkur langt að baki og líka mun æðri, en ég hef engar séð sem höfðu ekki fleiri þrár en raunverulegar þarfir, og fleiri þarfir en ánægju. Kannski kem ég einn góðan veðurdag til þess lands þar sem ekkert skortir en hingað til hefur enginn flutt mér óyggjandi fréttir af slíku landi.“ Íbúi Satúrnusar og Síríusbúinn gengu þannig fram af sér með getgátum, mjög snilldarlegum og ákaflega óljósum, en eftir margar rökfærslur urðu þeir að snúa sér aftur að staðreyndum. „Hversu lengi lifið þið? spurði Síríusbúinn. – Ah! afar stutt, svaraði litli maðurinn frá Satúrnusi. – Það er alveg eins hjá okkur, sagði hinn. Við kvörtum alltaf yfir því hversu stutt það er. – Þetta hlýtur að vera alheimsnáttúrulögmál. Því miður lifum við ekki nema fimm hundruð mikla sólarhringa, sagði íbúi Satúrnusar. (Það jafngildir fimmtán þúsund árum, eða þar um bil, talið að okkar hætti.) Þér sjáið vel að það er eins og að deyja um leið og maður fæðist; tilvera okkar er punktur, líf okkar eitt augnablik, hnötturinn okkar atóm. Við erum rétt svo farin að læra þegar MÍKRÓMEGAS
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.