Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2010, Síða 176
176
dauðinn kveður dyra og okkur hefur ekki gefist tími til að öðlast reynslu.
Hvað mig varðar þá þori ég ekki að gera neinar áætlanir; mér finnst ég
vera eins og vatnsdropi úti á rúmsjó. Ég skammast mín, sérstaklega gagn-
vart yður, vegna þess hversu fáránlega ég lít út í þessum heimi.“
Míkrómegas svaraði honum um hæl: „Ef þér væruð ekki heimspekingur
myndi ég óttast að þér tækjuð það nærri yður þegar ég segi að okkar líf er
sjö sinnum lengra en ykkar, en yður er það fullljóst að þegar kemur að því
að skila líkamanum aftur til upprunans og endurvekja náttúruna í öðru
formi, það sem kallast að deyja, þegar augnablik umbreytingarinnar er
runnið upp, hvort sem þér hafið lifað heila eilífð eða einn dag, þá er það
nákvæmlega sami hluturinn. Ég hef verið í löndum þar sem maður lifir
þúsund sinnum lengur en heima hjá mér og mér fannst sem þar væri enn
kvartað. En alls staðar fyrirfinnst skynsamt fólk sem ákveður að þakka höf-
undi náttúrunnar. Hann hefur breitt út um þessa veröld kynstrin öll af
tegundum sem eru þó með aðdáunarverðu samræmi. Til dæmis eru allar
hugsandi verur ólíkar og allar líkjast þær undir niðri vegna hæfileikans til
að hugsa og þrá. Efnið er alls staðar útbreitt en á hverjum hnetti hefur það
mismunandi eiginleika. Hversu margir telst þér til að þessir mismunandi
eiginleikar ykkar efnis séu? – Ef þér eruð að tala um eiginleika sem við
teljum að þessi hnöttur sem slíkur geti ekki komist af án, þá eru þeir þrjú
hundruð, sagði íbúi Satúrnusar. Eins og til dæmis umfangið, mótstaðan,
hreyfanleikinn, þyngdarkrafturinn, deilanleikinn og svo allt hitt. – Það er
ljóst að í augum Skaparans nægði þessi litli fjöldi fyrir ykkar smáa bústað,
sagði ferðalangurinn. Ég dáist heils hugar að visku hans; ég sé alls staðar
mismun en líka samræmi. Hnötturinn ykkar er lítill, íbúar ykkar eru það
líka; þið hafið ekki margar tilfinningar; efnið ykkar hefur fáa eiginleika; allt
er þetta verk Forsjónarinnar. Hvernig er sólin ykkar á litinn ef vel er að
gáð? – Hvít, með sterkgulum blæ, sagði íbúi Satúrnusar, og þegar við
brjótum einn af geislum hennar komumst við að því að hann inniheldur
sjö liti. – okkar sól er rauðleit, sagði Síríusbúinn, og við höfum þrjátíu og
níu frumliti. Meðal þeirra sólna sem ég hef komið nálægt eru engar tvær
eins, rétt eins og hjá ykkur finnst ekki andlit sem ekki er ólíkt öllum
öðrum.“
Eftir allmargar spurningar af þessu tagi forvitnaðist hann um hversu
margar efniseindir, sem væru í grundvallaratriðum ólíkar, fyndust á
Satúrnusi. Hann komst að því að þær væru aðeins um þrjátíu, eins og Guð,
rýmið, efnið, verur með umfang sem skynja, verur með umfang sem skynja
VoltaIRe