Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2010, Blaðsíða 177
177
og hugsa, hugsandi verur sem hafa ekkert umfang, þær sem ganga hver inn
í aðra og þær sem gera það ekki og svo allar hinar. Síríusbúinn, en heima
hjá honum fundust þrjú hundruð efni og hafði hann uppgötvað þrjú þús-
und önnur á ferðum sínum, kom heimspekingnum frá Satúrnusi gífurlega
á óvart. Eftir að hafa miðlað hvor til annars örlitlu af því sem þeir vissu og
heilmiklu af því sem þeir vissu ekki og eftir að hafa rökrætt í heilan sólar-
hring, þá afréðu þeir að lokum að fara saman í stutta heimspekiferð.
Þriðji kafli: Ferð íbúanna tveggja frá Síríusi og Satúrnusi
Heimspekingarnir okkar tveir voru tilbúnir að fara inn í lofthjúp
Satúrnusar með töluvert úrval af stærðfræðitólum þegar ástkona íbúa
Satúrnusar, sem hafði fengið veður af áformum þeirra, kom og ávítaði
hann, flóandi í tárum. Þetta var lítil, falleg, dökkhærð kona sem var ein-
ungis sex hundruð og sextíu faðmar en bætti smæð sína vel upp með ýmsu
öðru. „Ó þú miskunnarlausi maður! hrópaði hún upp yfir sig, eftir að hafa
streist á móti þér í fimmtán hundruð ár var ég loks farin að láta undan og
hef nú hvílt í örmum þínum í tvö hundruð ár þegar þú yfirgefur mig til að
leggjast í ferðalög með risa frá öðrum hnetti. Farðu, þetta var þá ekkert
nema forvitni! Þú hefur aldrei elskað. Ef þú værir sannur Satúrnusarbúi
værir þú trúr. Hvert liggur leið þín? Hvað viltu? Tunglin okkar fimm eru
ekki eins flöktandi og þú og jafnvel baugurinn okkar er ekki eins óstöð-
ugur. Jæja, það verður ekki aftur snúið, ég mun aldrei elska framar.“ Heim-
spekingurinn faðmaði hana og grét með henni, þessi mikli spektarmaður,
og eftir að hafa fallið í yfirlið fór konan og leitaði huggunar hjá spjátrungi
í nágrenninu.
Á meðan lögðu fróðleiksfúsu mennirnir okkar tveir af stað. Fyrst stukku
þeir upp á bauginn, sem þeim fannst nokkuð flatur, rétt eins og þekktur
íbúi okkar litla hnattar hafði getið sér til um, og þaðan fóru þeir frá einu
tungli til annars. Halastjarna fór rétt framhjá því síðasta; þeir köstuðu sér
upp á hana með þjóna sína og búnað. Þegar þeir höfðu farið um það bil
hundrað og fimmtíu milljón mílur, rákust þeir á tungl Júpíters. Þeir fóru
yfir á sjálfan Júpíter og dvöldu þar eitt ár, og komust að býsna áhugaverð-
um leyndarmálum, sem væru sem stendur í prentun ef dómarar Rann-
sóknarréttarins hefðu ekki fundið þar nokkrar erfiðar staðhæfingar. En ég
hafði lesið handritið á bókasafni hins rómaða erkibiskups af …, sem leyfði
mér að skoða bækurnar sínar af örlæti og gæsku, sem maður fær ekki nóg-
samlega lofað.
MÍKRÓMEGAS