Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2010, Síða 179
179
an poll sem þeir gátu varla greint og nefndur er Miðjarðarhaf og aðra litla
tjörn sem umlykur moldvörpuhauginn undir nafninu Úthafið mikla, eru
þeir nú komnir aftur á upphafsstaðinn. Hafið náði dvergnum aldrei nema
upp á miðja kálfa og hinn hafði varla vætt hælinn. Þeir gerðu allt sem þeir
gátu og fóru um hnöttinn á alla vegu til að komast að því hvort hann væri
byggður eður ei. Þeir beygðu sig, þeir lögðust niður, þeir þreifuðu út um
allt, en þar sem augu þeirra og hendur voru ekki í réttu hlutfalli við litlu
verurnar sem skríða hér um, skynjuðu þeir ekki neitt sem gat fengið þá til
að gruna að við og meðbræður okkar, aðrir íbúar þessa hnattar, værum
þess heiðurs aðnjótandi að vera til.
Dvergurinn, sem var stundum aðeins of fljótur að draga ályktanir, ákvað
í fyrstu að það væri enginn á jörðinni. Fyrstu rök hans voru þau að hann
hafði engan séð. Míkrómegas gaf honum kurteislega til kynna að þetta
væri nokkuð léleg röksemdafærsla: „Vegna þess, sagði hann, að þér sjáið
ekki með yðar smáu augum vissar stjörnur af fimmtugasta birtustigi, sem
ég kem mjög greinilega auga á, ályktið þér þá að þessar stjörnur fyrirfinn-
ist ekki? – En ég hef þreifað vel, sagði dvergurinn. – En þér hafið skynjað
illa, sagði hinn. – En þessi hnöttur hér er svo illa byggður, sagði dvergur-
inn, þetta er svo óreglulegt og með fáránlegri lögun, að því að mér sýnist!
Allt virðist hér vera í óreiðu. Sjáið þessar litlu lækjarsprænur sem renna
allar skakkt, þessar tjarnir sem eru hvorki kringlóttar, ferhyrndar, egglaga,
né með neina reglulega lögun; öll þessi litlu, oddhvössu grjón sem þekja
þennan hnött og hafa hruflað á mér fæturna? (Hann átti við fjöllin.) Takið
líka eftir lögun alls hnattarins, hvernig hann er flatur á pólunum, hvernig
hann snýst klaufalega umhverfis sólu þannig að loftslag pólanna gerir það
að verkum að þeir eru dæmdir til óræktar. Satt að segja, það sem veldur því
að ég held að hér sé engan að finna er að mér virðist sem vitibornir menn
myndu ekki vilja búa hér. – Gott og vel! sagði Míkrómegas, kannski er það
heldur ekki vitiborið fólk sem býr hér. Í stuttu máli þá virðist þó sem þetta
sé ekki gert til einskis. Þér segið að yður virðist allt óreglulegt hér vegna
þess að allt er þráðbeint á Satúrnusi og Júpíter. Ah! kannski er það meira
að segja einmitt af þeirri ástæðu sem það er örlítil ringulreið hér. Hef ég
ekki sagt yður að á ferðum mínum hef ég alls staðar tekið eftir breyti-
leika?“ Íbúi Satúrnusar svaraði öllum þessum rökum. Umræðurnar hefðu
aldrei tekið enda ef Míkrómegas hefði ekki, til allrar hamingju, í hita leiks-
ins, slitið demantshálsfestina sína. Demantarnir duttu: Þeir voru fallegir
og nokkuð óreglulegir þar sem þeir stærstu vógu fjögur hundruð pund og
MÍKRÓMEGAS