Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2010, Side 180
180
þeir minnstu fimmtíu. Dvergurinn tók nokkra þeirra upp og þegar hann
bar þá að augunum tók hann eftir því að þessir demantar voru fullkomnar
smásjár, vegna þess hvernig þeir voru slípaðir. Hann tók því litla smásjá
sem var hundrað og sextíu fet að þvermáli og bar hana upp að sjáaldrinu;
Míkrómegas valdi aðra sem var tvö þúsund og fimm hundruð fet. Þær
voru frábærar, en í fyrstu var ekkert hægt að sjá með þeim og það þurfti að
hagræða þeim örlítið. Loks sá íbúinn frá Satúrnusi eitthvað ógreinanlegt
sem hreyfðist á miðju Eystrasalti. Það var hvalur. Hann tók hann lipurlega
upp með litla fingri og setti á nöglina á þumalfingrinum á meðan hann
sýndi Síríusbúanum hann. Hann fór að hlæja í annað sinn vegna þess
hversu ógnarlitlir íbúar hnattarins okkar eru. Íbúi Satúrnusar hafði nú
fengið heim sanninn um að veröld okkar væri byggð lifandi verum og
gerði sér í snarhasti í hugarlund að það væru eingöngu hvalir og þar sem
honum þótti gaman að rökræða, vildi hann komast að því hvernig svo lítið
atóm færi að því að hreyfa sig, hvort það hefði hugmyndir, vilja, frelsi.
Míkrómegas var í miklum vandræðum með þetta: Hann rannsakaði dýrið
af stakri þolinmæði og niðurstaða rannsóknarinnar var sú að engin leið
væri að trúa því að þarna væri sál að finna. Ferðalangarnir okkar tveir höll-
uðust að því að ekki væri neitt vitsmunalíf á hnettinum okkar þegar þeir,
með hjálp smásjárinnar, tóku eftir einhverju stærra en hval fljótandi á
Eystrasalti. Vitað er að einmitt á þessum tíma sneri hópur heimspekinga
aftur frá heimskautsbaugnum, en þar höfðu þeir gert athuganir sem eng-
inn hafði fram að þeim tíma látið hvarfla að sér að gera. Blöðin sögðu að
skip þeirra hefði strandað við Helsingjabotn og að þeir hefðu átt í veruleg-
um erfiðleikum með að bjarga sér, en í þessum heimi þekkir maður aldrei
hina hliðina á málunum. Ég ætla að segja í einlægni hvernig hlutirnir gerð-
ust, án þess að mínar skoðanir komi þar fram, en það er ekki svo lítið átak
fyrir sagnfræðing.
Fimmti kafli: Upplifun og rökfærsla ferðalanganna tveggja
Míkrómegas rétti varlega út höndina í átt að staðnum þar sem hluturinn
birtist, teygði fram tvo fingur og kippti þeim aftur til baka af ótta við að
mistakast. Síðan rétti hann úr þeim og kreppti, náði fimlega taki á fleyinu
sem bar þessa herramenn og setti það enn á nöglina, án þess að halda of
fast af hræðslu við að kremja það. „Hér höfum við skepnu ansi frábrugðna
hinni fyrri, sagði dvergurinn frá Satúrnusi. Síríusbúinn setti hina meintu
skepnu í lófa sér. Farþegarnir og áhöfnin á skipinu, sem stóðu í þeirri trú
VoltaIRe