Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2010, Síða 184
184
þúsund konungsfeta maður. Þá mælti Míkrómegas þessi orð: „Ég sé betur
en nokkru sinni fyrr að ekki skal dæma neitt eftir því hversu stórt það virð-
ist. Ó Guð! Þú sem hefur gefið efniseindum, sem virðast svo auvirðilegar,
gáfur. Hið óendanlega litla kostar yður jafn lítið og hið óendanlega stóra
og ef það er mögulegt að það fyrirfinnist minni verur en þessar hér gætu
þær samt búið yfir æðri hugsun en þeirri sem þær stórkostlegu skepnur
sem ég hef séð á himninum hafa með einum fæti, þakið hnöttinn sem ég er
lentur á.“
Einn heimspekinganna svaraði á þá leið að honum væri óhætt að trúa
því að til væru viti bornar verur sem væru miklu minni en maðurinn. Hann
sagði honum alls ekki frá því goðsagnakennda sem Virgill hafði haldið
fram um hunangsflugur, heldur því sem Swammerdam uppgötvaði og því
sem Réaumur hafði krufið til mergjar.11 Hann skýrði honum að lokum frá
því að til væru skepnur sem væru í augum hunangsflugna það sem hun-
angsflugur eru í augum manna, það sem Síríusbúinn sjálfur væri í augum
þessara gríðarstóru skepna sem hann talaði um, og að þessar stóru skepnur
væru eins og atóm í augum annarra efniseinda. Smám saman urðu sam-
ræðurnar áhugaverðar og Míkrómegas tók til máls.
Sjöundi kafli: Samtal við mennina
„Ó gáfuðu atóm, hinni eilífu Veru þóknaðist að sýna snilld sína og mátt
með því að skapa ykkur, þið njótið eflaust ósvikinnar gleði á hnettinum
ykkar; þar sem þið hafið svo lítið af efni og virðist svo andleg hljótið þið að
eyða ævinni í að elska og hugsa, því að það er hið sanna líf andans manna.
Ég hef hvergi séð sanna hamingju, en hún er hér án nokkurs efa.“ Við þessi
orð hristu allir heimspekingarnir höfuðið og einn þeirra, sem var hrein-
skilnari en hinir, játaði í einlægni að ef mjög fáir lítils metnir íbúar væru
undanskildir, væru hinir samsafn af vitleysingum, illmennum og ógæfu-
mönnum. „Við höfum meira efni en við höfum þörf fyrir, sagði hann, til að
gera heilmikið illt ef hið illa kemur frá efninu og við erum of miklir andans
menn ef hið illa kemur úr andanum. Vitið þér til dæmis að í þessum töluðu
orðum eru hundrað þúsund hattklæddir vitleysingar af okkar tegund að
murka lífið úr eða eru stráfelldir af öðrum hundrað þúsund túrbanklædd-
11 Jan Swammerdam (1637–1680) var hollenskur náttúrufræðingur. René-Antoine
Ferchault de Réaumur (1683–1757) var franskur vísindamaður og skordýrafræð-
ingur.
VoltaIRe