Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2010, Side 186
186
léttasta vatns og nítján hundruð sinnum minna en einn dúkatur.12 Litli
dvergurinn frá Satúrnusi var undrandi á svörum þeirra og fannst nú freist-
andi að líta á þá, sem hann hafði stundarfjórðungi fyrr ákveðið að hefðu
ekki sál, sem galdramenn. Loks sagði Míkrómegas við þá: „Þar sem þið
vitið svo vel hvað er fyrir utan ykkur, þá hljótið þið að vita enn betur hvað
býr innra með ykkur. Segið mér hvernig sál ykkar er og hvernig þið setjið
fram hugmyndir ykkar.“ Eins og áður töluðu heimspekingarnir allir í einu
en engir tveir voru sömu skoðunar. Sá elsti vitnaði í Aristóteles, einn
nefndi Descartes, þessi þarna Malebranche, annar Leibnitz og enn annar
Locke. Gamall fylgismaður kennisetninga Aristótelesar hóf upp raust sína
af miklu öryggi. „Sálin er fullgerving og skynsemi, sem gerir það að verk-
um að hún hefur getu til að vera það sem hún er. Þessu heldur Aristóteles
eindregið fram á blaðsíðu 633 í Louvre-útgáfunni: ντελεχεῖα ἐστι.
– Ég skil grísku ekki alltof vel, sagði risinn. – Ekki ég heldur, sagði hin
heimspekilega mölfluga. – Hvers vegna vitnið þér þá í tiltekinn Aristóteles
á grísku? spurði Síríusbúinn. – Af því að vitna skal í það sem við skiljum
alls ekki á tungumálinu sem við kunnum lakast.“
Sá sem nefnt hafði Descartes tók til máls og sagði: „Sálin er hreinn andi,
sem fékk allar frumspekihugmyndir í móðurkviði og þurfti, þegar hún
yfirgaf þann stað til að fara í skóla, að læra aftur það sem hún kunni svo vel
og það sem hún mun ekki vita lengur. – Það var því ekki til neins að sál þín
væri svo fróð í móðurkviði, fyrst hún var fávís þegar þér var farin að vaxa
grön, svaraði hin átta mílna háa skepna. En hvað áttu við með andanum?
– Hvers konar spurning er þetta? sagði þrasarinn, ég hef ekki hugmynd
um það: Sagt er að það sé ekki efni.– En vitið þér að minnsta kosti hvað
efni er? – Það veit ég vel, svaraði maðurinn. Þessi steinn er til dæmis grár
og með tiltekið form, hann hefur sínar þrjár víddir, hann er þungur og
deilanlegur. – Gott og vel! sagði Síríusbúinn, þessi hlutur sem þér virðist
vera deilanlegur, þungur og grár, segðu mér hvað þetta er? Þú sérð nokkur
einkenni: en þekkir þú innsta eðli hlutarins? – Nei, sagði hinn. – Þú veist
sem sagt ekki hvað efni er.“
Þá ávarpaði Míkrómegas annan speking sem hann bar á þumalfingri
sínum og spurði hvað sál hans væri og hvað hún gerði. „Alls ekkert, svaraði
heimspekingurinn, sem var fylgismaður Malebranche, Guð gerir allt fyrir
mig, ég sé allt í honum, ég geri allt í honum: Það er hann sem gerir allt án
þess að ég skipti mér af því. – Þá væri eins gott að vera ekki til, svaraði vitr-
12 Mynt úr óvenjuhreinu gulli, notuð víða í Evrópu á 13.–19. öld, misjöfn að gengi.
VoltaIRe