Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2010, Síða 194
194
með öllum fréttaflutningi og blaðaskrifum.5 Hinn 17. maí 1941 samþykkti
Alþingi fjórar ályktanir. Þar var kveðið á um fyrirhuguð full slit á sam-
bandinu við Dani og að Sambandslagasáttmálinn við Danmörku yrði ekki
endurnýjaður. Jafnframt lýsti Alþingi yfir vilja sínum til stofnunar lýðveld-
is í fyllingu tímans en þegar í stað yrði tekið skref í þá átt með kosningu
ríkisstjóra til eins árs í senn, „sem fari með það vald er ráðuneyti Íslands
var falið með ályktun Alþingis hinn 10. apríl 1940, um æðra vald í málefn-
um ríkisins“.6
Forsætisráðherra, Hermann Jónasson, sagði tillöguna um að kjósa ríkis-
stjóra ekki til komna vegna þess að ríkisstjórnin hefði misfarið með æðsta
valdið sem Alþingi hafði falið henni árið 1940. Hins vegar væri ekkert í
íslenskum lögum um það til hvaða ráðstafana skyldi gripið ef konungur
forfallaðist. Í ýmsum öðrum löndum væru ákvæði um að þá skyldi kjósa
ríkisstjóra sem færi tímabundið með vald konungs. Nauðsynlegt væri að
stjórnskipun landsins yrði í eins föstum skorðum og mögulegt væri, ekki
síst vegna þess að Alþingi hefði ákveðið að fresta kosningum til Alþingis.
Forsætisráðherra sagði einnig m.a.:
Ef stjórnarskipti þurfa að fara fram, þá er ekki heldur hægt að
neita því, að það virðist talsvert eðlilegt, að leitað sé til ríkis-
stjóra á sama hátt og áður til konungs um það, að ráðuneyti
sé skipað, heldur en að láta það ráðuneyti, sem fer frá völdum,
ganga frá löggildingu hins nýja ráðuneytis, sem nú þyrfti að
vera, ef núverandi skipun væri haldið.7
Eftir samþykkt Alþingis um að kjósa ætti ríkisstjóra, lagði ríkisstjórnin
fram frumvarp til laga um ríkisstjóra Íslands.8 Frumvarpið var mjög
einfalt að allri gerð: Alþingi kysi ríkisstjóra til eins árs og „fer hann með
vald það, sem konungi er falið í stjórnarskránni. […] Ríkisstjóri ber eigi
ábyrgð á stjórnarathöfnum. Hann verður eigi sóttur til refsingar nema
með samþykki Alþingis.“9
5 Vorið 1941 bönnuðu bresk hermálayfirvöld Þjóðviljann, málgagn Sósíalistaflokksins,
handtóku blaðamann og tvo ritstjóra blaðsins, þar á meðal alþingismanninn Einar
olgeirsson og fluttu í fangelsi í Englandi.
6 Alþingistíðindi A (1941), bls. 716.
7 Alþingistíðindi D (1941), d. 51.
8 Frumvarpið er að finna í Alþingistíðindum A (1941), bls. 925–926 . Umræður eru í
Alþingistíðindum B (1941), d. 492–523.
9 Alþingistíðindi A (1941), bls. 925–926.
sVanuR kRIstJánsson