Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2010, Page 197
197
borgarana alment og fyrir manninn sjálfan, að fá það sjálfstæði,
sem fengist með því að vita meiri hluta borgara bæjarins á bak við
sig; auk þess þarf þektari mann til að verða kosinn af bæjarbúum
heldur en af einföldum meiri hluta bæjarstjórnar. Fáeinir menn,
sem mynda meiri hluta bæjarstjórnar, geta af flokksástæðum eða
öðrum komið sjer saman um að kjósa einhvern alóþektan og
kvikónýtan mann fyrir bæjarstjóra. En almenn kosning girðir að
mestu fyrir slíka hættu.16
Eftir samþykkt ríkisstjórafrumvarpsins á þingi var gengið til kosninga 17.
júní og var Sveinn Björnsson kjörinn ríkisstjóri. Hlaut hann 37 atkvæði;
Jónas Jónsson fékk eitt atkvæði en sex kjörseðlar voru auðir.17 Að kosn-
ingu lokinni flutti ríkisstjóri ávarp úr ræðustól Alþingis sem var útvarpað
– eins og reyndar athöfninni allri.18 Í ávarpi Sveins Björnssonar kom fram
nákvæmlega sami skilningur á stöðu og hlutverki ríkisstjóra og fram hafði
komið hjá forsætisráðherra: embætti ríkisstjóra væri ekki valdaembætti;
ríkisstjóri ætti að virða forræði Alþingis eins og Kristján X konungur hafði
gert:
Auk annarra mannkosta hans, sem ég hef átt kost á að kynnast,
tel ég mig geta fullyrt það, að hann hefur jafnan rækt konungs-
störf sín sem konungur Íslands, án þess að víkja af þeirri braut,
sem samkvæmt viðurkenndum venjum nútímans er mörkuð
þingbundnum konungi í lýðræðisríki.19
Sveinn vísaði til þeirra ákvæða í lögum um ríkisstjóra þar sem sagði að
hann kæmi í stað konungs og væri „ábyrgðarlaus af stjórnarathöfnum“.
Ríkisstjóri njóti því „ábyrgðarfrelsis“ sem hljóti, sagði Sveinn, að setja
embættinu ákveðnar skorður:
Af ábyrgðarfrelsinu um stjórnarathafnir leiðir að minni skoðun
það, að ríkisstjórinn verður að gæta þess vandlega að gera ekki
neitt það í stjórnarathöfnum sínum, sem telja mætti með rétti
misnotkun þessa ábyrgðarfrelsis. Hann verður og sérstaklega
að gæta þess að víkja ekki af þeirri braut, sem þeim manni ber
16 Alþingistíðindi B (1929), d. 557.
17 Alþingistíðindi B (1941), d. 1286.
18 Sama heimild, d. 1287–1293.
19 Sama heimild, d. 1288.
KoNUNGLEGA LÝðVELDIð