Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2010, Blaðsíða 201
201
skipuleggja sjálfstæða, íslenzka utanríkismálaþjónustu“.26 En skjótt skipast
veður í lofti, einkum á viðsjárverðum tímum. Samskipti ríkisstjóra við rík-
isstjórnina hverju sinni mörkuðust bæði af samvinnu og ágreiningi – eins
og sést af næstu köflum greinarinnar.
2.2. Ríkisstjóri og Þjóðstjórnin
Þegar Sveinn Björnsson tók við völdum sem fyrsti innlendi þjóðhöfðing-
inn sat að völdum Þjóðstjórnin svokallaða, samstjórn Framsóknarflokks,
Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks, sem mynduð var í apríl 1939. Miklir
erfiðleikar voru þá í efnahagsmálum þjóðarinnar og í raun stóðu
Íslendingar á barmi þjóðargjaldþrots. Fyrst kom heimskreppan mikla í
upphafi fjórða áratugarins, sem síðan framlengdist á Íslandi sökum afla-
brests, verðfalls á fiski erlendis og ómarkvissrar hagstjórnar. Síðast en ekki
síst missti landið mikilvægasta markað sinn þegar borgarastyrjöldin á
Spáni tók fyrir útflutning á íslenskum saltfiski þangað. Þjóðstjórnin inn-
leiddi hagstjórn stórfelldra gengislækkana til að halda útflutningsatvinnu-
vegunum á floti. Gengisfelling hækkaði hins vegar verð á allri innfluttri
vöru og rýrði lífskjör almennings. Þegar heimsstyrjöldin hófst keyrði um
þverbak því hætta var á að allar samgönguleiðir við umheiminn lokuðust.
Segja má að hernám Breta 10. maí hafi reynst Íslandi mikil blessun að því
leyti að atvinnuleysið hvarf að mestu og lífskjörin bötnuðu. Talsverður
útflutningur var á ferskum fiski til Bretlands. Sá galli var þó á þeirri gjöf
Njarðar að greiðslur voru í pundum en Bretar ekki aflögufærir um vörur
sem Íslendingar þurftu nauðsynlega að flytja inn til landsins. Eðlilegasti
valkostur Íslendinga var að leggja áherslu á að opna fyrir verslun og við-
skipti við stórveldið í vestri, Bandaríkin.
Að frumkvæði íslenskra stjórnvalda skiptust Ísland og Bandaríkin á
sendimönnum vorið 1940. Bandaríkin tilnefndu Bertil Eric Kuniholm
aðalræðismann sinn í Reykjavík og var hann samskipa Sveini Björnssyni
frá New york en Sveinn var að koma heim frá Danmörku. Í ferðinni áttu
þeir tveir, að sögn Sveins, ítarlegar samræður um samskipti landanna.27
Samtímis opnuðu Íslendingar aðalræðismannsskrifstofu í New york, sem
Vilhjálmur Þór veitti forstöðu.
26 Sama rit, bls. 6.
27 Sveinn Björnsson, Endurminningar Sveins Björnssonar, Reykjavík: Ísafoldar prent-
smiðja, [1957], bls. 288–289.
KoNUNGLEGA LÝðVELDIð