Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2010, Side 203
203
Af fyrirliggjandi heimildum má ráða að Sveinn Björnsson átti mikinn þátt
í að móta þá skilmála sem Íslendingar settu fyrir gerð herverndarsamnings
við Bandaríkin. Fyrst var Sveinn ríkisstjórninni til ráðuneytis en eftir að
hann varð ríkisstjóri stjórnaði Sveinn, að sögn forsætisráðherra, þeim
fundum sem haldnir voru til að ræða málið.31
Erfitt er að meta nákvæmlega áhrif ríkisstjórans á mótun nýrrar utan-
ríkisstefnu þar sem horfið var frá hlutleysisstefnu til náins samstarfs við
Bandaríkin og ekki útilokað að hafa bandarískan her í landinu – jafnvel
eftir að styrjöldinni lyki. Afstaða Sveins í utanríkismálum mótaðist á árum
hans sem sendiherra Íslands og tók á sig skýra mynd eftir að heimsstyrj-
öldin skall á: Ísland var að hans mati í mjög viðkvæmri stöðu; landið væri
efnahagslega veikburða og mjög háð óvissum mörkuðum erlendis. Sömu-
leiðis þyrfti landið að treysta á hernaðarmátt annarra lýðræðisþjóða –
í hlutleysisstefnu væri engin raunhæf vörn fyrir Ísland á styrjaldartímum
og jafnvel ekki heldur á formlegum friðartímum, ef lýðræðisríkið mikla í
vestri teldi nauðsynlegt að hafa hernaðaraðstöðu í landinu.
Á tímum Þjóðstjórnarinnar var mikill samhljómur um gerð hervernd-
arsamnings við Bandaríkin. Einkum átti Sveinn samleið með forystu-
mönnum Alþýðuflokksins, Stefáni Jóhanni Stefánssyni og Ásgeiri Ásgeirs-
syni, og þeim Hermanni Jónassyni og Vilhjálmi Þór í Framsóknarflokki.
Samband ríkisstjórans við forystu Sjálfstæðisflokksins var miklu flóknara
en við aðra flokka. Mjög náið var með Sveini og „Vísisarmi“ flokksins, sem
kenndur var við Björn Ólafsson stórkaupmann. Við „Kveldúlfsarm“
Sjálfstæðisflokksins, sem laut forystu formannsins Ólafs Thors og Bjarna
Benediktssonar, átti Sveinn lengi í fremur stormasömu sambandi, en þar
var m.a. að finna helstu hraðskilnaðarmenn og hlutleysissinna landsins.32 Í
kjölfar herverndarsamningsins var hins vegar mikill samhljómur í stefnu
og starfi þeirra flokka sem mynduðu Þjóðstjórnina. Með góðum vilja má
segja að flokkarnir þrír hafi sameinast um að nýta sér hernaðarlegt mikil-
vægi Íslands fyrir Bandaríkin til að tryggja efnahagslegt öryggi landsins á
styrjaldarárum. Með nokkurri kaldhæðni má bæta við að forystumenn
allra „lýðræðisflokkanna“ hafi einnig gætt þess vandlega að hagnast sjálfir
31 Sbr. þingræðu Hermanns Jónassonar forsætisráðherra, Alþingistíðindi 1943, fyrra
aukaþing, d. 23. Sjá einnig t.d. Svanur Kristjánsson, „Forsetinn og utanríkisstefn-
an: Bandaríkjaför Sveins Björnssonar árið 1944“, Ný Saga 2001, bls. 4–16, einkum
bls. 6–7 og bls. 12; Svanur Kristjánsson, „Forseti Íslands og utanríkisstefnan“,
Ritið 2/2005, bls. 141–168, einkum bls. 150–154 og bls. 166–167.
32 Svanur Kristjánsson, „Forsetinn og utanríkisstefnan“, einkum bls. 4–6.
KoNUNGLEGA LÝðVELDIð