Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2010, Page 207
207
flokksins og heildarsamtaka íslensks verkalýðs, Alþýðusambands Íslands,
sem gilt hafði allt frá sameiginlegri stofnun flokks og verkalýðssamtaka
1916. Þar með hafði Sjálfstæðisflokki og Sósíalistaflokki opnast leið til
valda og áhrifa í stjórn Alþýðusambandsins í stað einokunar Alþýðu flokks-
forystunnar þar á bæ. Flokkarnir tveir voru einnig mjög samstiga í sjálf-
stæðismálinu, vildu skilnað við Dani og stofnun lýðveldis tafarlaust. Báðir
vildu einnig byggja upp hina þjóðlegu atvinnugrein, sjávarútveg, eftir
styrjöldina og koma í veg fyrir að atvinnuleysi kreppuáranna héldi innreið
sína í landið að nýju. Þeir voru einnig samstiga í stuðningi við hlutleysis-
stefnuna. Eftir styrjöldina átti hlutleysisstefnan að vera hornsteinn utan-
ríkisstefnu Íslands, eins og lýst var yfir þegar landið hlaut fullveldi árið
1918.40
Sveinn Björnsson hafði um flest aðrar áherslur í helstu málum en Kveld-
úlfsmenn og sósíalistar. Í sambandsmálinu var hann lögskilnaðarmaður og
í utanríkismálum einn af helstu forvígismönnum náinna tengsla Íslands við
Bandaríkin og útilokaði ekki dvöl bandarísks herliðs í landinu. Afstaða
Sveins þýddi ekki að hann væri á móti sjálfstæði Íslands og sambandsslit-
um við Dani. Ágreiningur var fremur um leiðir en markmið. Jafnframt
taldi Sveinn – rétt eins og margir aðrir íslenskir ráðamenn – fullkomlega
eðlilegt að nýta þörf bandamanna fyrir herstöðvar á Íslandi til að tryggja
bæði ytra og innra sjálfstæði landsins. Í óbirtum minnisblöðum Sveins sést
þessi hugsun hans glögglega:
17. júní [1941] var eg svo kjörinn ríkisstjóri og tók við starfinu
samdægurs. Af því leiddi m.a. það, að eg hlaut að afsala mér því
að taka opinberlega þátt í umræðum um sambandsslitin að svo
stöddu.
Viku síðar, 24. júní, bárust tilmælin um að við óskuðum eftir
hervernd Bandaríkjanna. Samkvæmt ósk ráðuneytisins tók eg
þátt í fundum með ráðherrunum og nokkrum trúnaðarmönnum
um mál þetta. Lagði eg m.a. áherslu á að tækifæri þetta yrði
notað til þess að tryggja sér skilyrðislausa viðurkenningu Breta
og Bandaríkjamanna á fullkomnu sjálfstæði og stuðning þeirra
við því að önnur ríki gæfu sömu viðurkenningu. Fékkst þetta
fram, eins og kunnugt er.41
40 Svanur Kristjánsson, „Forsetinn og utanríkisstefnan“, einkum bls. 6.
41 Einkaskjöl Sveins Björnssonar, bls. 148.
KoNUNGLEGA LÝðVELDIð