Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2010, Page 209
209
ríkjaforseta, Harry Hopkins, átti leið um Ísland í júlí 1942 og kom að máli
við Svein Björnsson. Í minnisblöðum sínum greinir Sveinn frá samtali sínu
og Hopkins:
Talaði hann við mig einslega. Kvaðst eiga að bera mér kveðju
frá Roosevelt Bandaríkjaforseta og þau skilaboð að hann og
stjórn Bandaríkjanna teldi mjög ískyggilegt, ef sambandsslit og
lýðveldisstofnun yrði samþykkt af Alþingi nú; fylgdu því ýms
rök, sem eg sumpart reyndi að hrekja. En að öðru leyti sagði
eg honum að um þetta væri að tala við ráðuneytið en ekki mig.
Forsætisráðherra Ólafur Thors, var staddur á sama stað, og beindi
Harry Hopkins síðan málinu til hans. Mun viðræðum þeirra hafa
lokið svo, að forsætisráðherra mundi berast skrifleg tilmæli um
þetta frá Washington innan fárra daga. Bárust þau tilmæli til for-
sætisráðherra frá sendiráði Bandaríkjanna hér 31. s.m.45
Enn var Sveinn kallaður til að móta svar ríkisstjórnarinnar og enn bar hug-
myndina um þjóðfund á góma. Fallist var á beiðni Bandaríkjastjórnar um
frestun en þingflokkarnir komu sér saman um „að samþykt eins þings [í
stað tveggja þinga með kosningum á milli] nægði til stjórnarskrárbreyt-
ingar um lýðveldisstofnun enda samþykkti meiri hluti kosningabærra
manna í landinu það [þjóðaratkvæðagreiðsla]. Var þessi afgreiðsla ráðin og
frumvarpið samið án þess að eg kæmi þar að.“46
Engum blöðum er um það að fletta að sumarið og haustið 1942 var eins
og hlutskipti Sveins sem ríkisstjóra væri að gegna áhrifalausu virðingar-
embætti fyrsta innlenda þjóðhöfðingjans á meðan öll þróun stjórnmála
gengi gegn skoðunum og dýpstu sannfæringu hans um hvernig standa
skyldi að málum. Þá kom í ljós einstakur hæfileiki Sveins til að grípa þau
tækifæri sem gáfust til þess að gerast virkur þátttakandi í opinberri þjóð-
málaumræðu og beita valdi sínu sem þjóðhöfðingi eins og hér verður lýst.
Eftir tvennar Alþingiskosningar sumarið og haustið 1942 var landslagið
í stjórnmálum gjörbreytt. Í fyrsta sinn síðan 1927 höfðu Framsóknarflokkur
og Alþýðuflokkur ekki meirihluta á Alþingi en samanlagt höfðu flokkarnir
einungis 22 sæti af 52 á Alþingi. Sjálfstæðisflokkur varð stærsti flokkurinn
á þingi með 20 þingsæti, umtalsvert stærri en Framsóknarflokkur með 15
þingmenn. Nýr stjórnmálaflokkur, Sósíalistaflokkurinn, sem hafði verið
45 Einkaskjöl Sveins Björnssonar, bls. 150.
46 Sama heimild, bls. 151.
KoNUNGLEGA LÝðVELDIð