Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2010, Page 212
212
leið og tveggja daga fresturinn var liðinn án þess að meirihlutastjórn væri
mynduð skipaði ríkisstjóri utanþingsstjórn undir forsæti Björns Þórðar-
sonar.
Svo virðist að með utanþingsstjórninni hafi Sveinn Björnsson slegið
tvær flugur í einu höggi:52
Hann kom í veg fyrir áframhaldandi tilraunir Ólafs Thors til að •
mynda stjórn Sjálfstæðisflokks með Sósíalistaflokki og Alþýðu-
flokki.
Hann skipaði vini sína og samherja ráðherra: Björn Þórðarson •
forsætisráðherra, Vilhjálm Þór utanríkisráðherra og Björn Ólafs-
son viðskipta- og fjármálaráðherra.
3. Frá þingstjórn til virks þjóðhöfðingjavalds
Í ávarpi Sveins Björnssonar er hann var kjörinn ríkisstjóri í fyrsta sinn kom
glögglega fram sá skilningur hans á embættinu að engu ætti að breyta
varðandi ríkjandi stjórnkerfi í landinu. Halda ætti áfram þeirri hefð að
handhafi æðsta valdsins færi ekki með neitt raunverulegt vald. Ríkisstjóri
færi með konungsvald og ætti, eins og hinn danski konungur hafði gert, að
virða forræði Alþingis í stjórn landsins. Engu að síður má glöggt sjá í
ávarpi Sveins að hann ætlaði sér hlutverk leiðtoga á sínu sérsviði: sam-
skiptum Íslands við Danmörku og í utanríkismálum almennt. Hann brýndi
landa sína til að skipa sér í sveit lýðræðisþjóða, einkum frændþjóðanna á
Norðurlöndum, og virða gerða samninga við aðrar þjóðir. Sem ríkisstjóri
var Sveinn einnig í mikilvægu hlutverki við gerð herverndarsamnings við
Bandaríkin 1941 og fráhvarf frá þeirri stefnu um „ævarandi hlutleysi“ sem
Íslendingar höfðu mótað þegar landið varð fullvalda árið 1918.
Afskipti ríkisstjóra af utanríkismálum og samningagerð við önnur ríki
voru engan veginn andstæð reglum þingstjórnar og þingræðis: þar starfaði
ríkisstjóri í umboði ríkisstjórnar en taldi sig ekki hafa sjálfstætt umboð til
að taka ákvarðanir. Allt öðru máli gegndi um afskipti Sveins Björnssonar af
stjórnarmyndunum allt frá hausti 1941, þegar hann hafði einungis gegnt
umboð sé fengið öðrum en einstaklingi, sbr. grein hans, „Forveri forseta – kon-
ungur Íslands 1904–1944“, Stjórnmál og stjórnsýsla – veftímarit 2(1), 2006, bls.
57–72, hér einkum bls. 66. Ekki verður annað séð en ríkisstjórinn hafi þarna vísvit-
andi sniðgengið formann Sjálfstæðisflokksins.
52 Sjá Svanur Kristjánsson, „Stofnun lýðveldis – nýsköpun lýðræðis“, einkum bls.
42.
sVanuR kRIstJánsson