Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2010, Page 213
213
embætti ríkisstjóra í nokkra mánuði. Um leið og Sveinn neitaði að verða
við beiðni forsætisráðherra um lausn fyrir sig og sitt ráðuneyti urðu til
nýjar leikreglur í íslenska stjórnkerfinu. Innlendur handhafi æðsta valdsins
áskildi sér rétt til sjálfstæðrar ákvörðunar um lausn ríkisstjórnar en sam-
þykkti ekki fyrirvaralaust ósk forsætisráðherra um lausn eins og konungur
hafði gert. Stuttu síðar boðaði Sveinn fund í ríkisráði, þar sem sæti áttu
ráðherrar og ríkisstjóri – með handhafa æðsta valdsins í forsæti. Þar
útskýrði Sveinn með formlegum hætti ákvörðun sína um að taka sér
umhugsunarfrest en hann hefði nú ákveðið að veita stjórninni lausn um
leið og ríkisstjóri fól henni að sitja áfram sem starfsstjórn uns ný stjórn
væri mynduð.
Með þessum athöfnum sínum og yfirlýsingu í ríkisráði var brotið blað í
stjórnmálasögu landsins; reglur þingstjórnar giltu ekki lengur. Sveinn
Björn sson hafði einfaldlega virkjað hið mikla formlega vald ríkisstjóra þegar
kom að lausn og myndun ríksstjórna. Í minnisblöðum Sveins kemur einnig
fram hversu ákveðið og skipulega hann gekk til verks í stjórnarmyndunar-
viðræðum allt frá þessu hausti. Hann ræddi ekki eingöngu við flokksfor-
menn heldur einnig marga aðra forystumenn, jafnvel utan Al þingis.
Venjulega velti Sveinn upp ýmsum möguleikum til lausnar stjórnar kreppu.
Hann ræddi til að mynda viðhorf sín og viðmælenda til þingrofs og nýrra
kosninga; hvaða möguleikar kæmu til greina um samstarf flokka og hvaða
stjórnmálamönnum gengi vel að vinna saman og hverjum ekki.
Allt þetta var nýtt ef miðað er við hlutverk konungs á tímabili heima-
stjórnar, 1904–1918, en Sveinn var ekki eingöngu nýr verkstjóri í stjórn-
armyndunarviðræðum heldur bjó til nýjar leikreglur um hvaða ríkisstjórn-
ir hann samþykkti sem þingræðislegar stjórnir. Mælikvarðar Sveins voru
mismunandi eftir því hvort í hlut átti ríkisstjórn sem var skipuð innan eða
utan þings. Til að samþykkja ríkisstjórn innan þings krafðist Sveinn þess
að væntanlegur forsætisráðherra sýndi fram á meirihlutastuðning stjórn-
arinnar á Alþingi. Um utanþingsstjórn giltu aðrar reglur, eins og hann
skrifaði í minnisblöð sín eftir að hann skipaði utanþingsstjórnina í des-
ember 1941:
Eg vildi reyna að mynda starfshæfa stjórn manna, sem eg treysti,
og sennilegt væri að nytu almenns trausts þjóðarinnar, í því skyni
að hún reyndi að leysa hnútinn sem kominn var á. Til þess þurfti
hún að eiga frumkvæði að framkvæmdum, reyna að finna leiðir
til úrbóta, sem þingið hafði ekki getað fundið eða ekki getað
KoNUNGLEGA LÝðVELDIð