Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2010, Page 214
214
fengið samkomulag meiri hluta þings á. Tillögum þeim sem
stjórnin kynni að bera fram yrði þingið svo að hafna eða taka,
með eða án breytinga. Ef þingið hafnaði þegar stjórninni eða
tillögum hennar, væri óhjákvæmilegt að hún færi strax frá. yrði
þingið þá annaðhvort að koma sér saman um aðra stjórn, eða ef
gæfist upp við það, yrði að rjúfa þing og leggja málið fyrir kjós-
endur.53
Þarna og víðar í minnisblöðum Sveins, sem yfirleitt voru skrifuð mitt í
hringiðu atburðanna, kemur skýrt fram sá skilningur hans á hlutverki
ríkis stjóra að handhafi æðsta valdsins sé sjálfstæður umboðsmaður þjóðar-
innar og handhafi framkvæmdavalds ásamt ríkisstjórn landsins en ekki
þjónn Alþingis. Í samtali Sveins við Gísla Sveinsson forseta sameinaðs
þings og formanns stjórnarskrárnefndar Alþingis í febrúar 1944 var t.d.
skýrt að nýtt stjórnkerfi hafði orðið til í landinu því hér var kominn fram
sjálfstæður þjóðhöfðingi. Hugum nánar að þessum mikilvæga fundi.
Tilefni fundarins var hörð átök um ákvæði í væntanlegri stjórnarskrá
lýðveldisins varðandi tilhögun á kjöri forseta Íslands. Meirihluti stjórnar-
skrárnefndar þingsins hafði skilað áliti og lagt til að forseti yrði þingkjör-
inn og tveir þriðju hlutar þingmanna gætu vikið honum frá völdum.
Sveinn var mjög andsnúinn þingkjöri forseta eins og hann ítrekaði á fund-
inum með Gísla Sveinssyni:
[…] benti eg honum á nauðsyn þess að línur væru sem skýr-
astar milli allra þátta hins þrískipta æðsta valds, þ.e. dómsvalds,
framkvæmdavalds og löggjafarvalds. Hefði talið frumvarpi átta
manna nefndarinnar, frá 7. apríl 1943, ábótavant í því efni.
Alþingi (löggjafarþinginu) ætlað að hafa of mikið vald yfir og
afskipti af framkvæmdavaldinu, meiri en verið hefði hjá okkur
áður. Hefði þrískiptingarfyrirkomulagið eins og við hefðum haft
það reynst vel og væri það í samræmi við reynslu annara landa
með lýðræði og þingræði. Vildi Gísli Sveinsson halda því fram
að fordæmi mætti finna meðal annarra lýðvelda.54
Á fyrri fundi þeirra Sveins og Gísla í nóvember 1943 hafði sá síðarnefndi
sem formaður stjórnarskrárnefndar tilkynnt ríkisstjóranum að nefndin
53 Einkaskjöl Sveins Björnssonar, bls. 42.
54 Sama heimild, bls. 121–122.
sVanuR kRIstJánsson